Tjaldsvæðin undirbúin fyrir sumarið

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Eigendur TROGS ehf. undirbúa nú hin nýju tjaldsvæði á Flúðum. Reist hefur verið nýtt þjónustuhús með salernum, hreinlætisaðstöðu o.fl. auk þess sem tjaldsvæðið hefur verið stækkað. Vorið er á næsta leiti og ferðamenn þegar farnir að streyma í Hrunamannaheppinn.

Múrbúðin opnuð á Flúðum

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Múrbúðin hefur opnað verslun á Flúðum. Þar er hægt að kaupa allt milli himins og jarðar sem tengjast byggingum, heimilishaldi og ýmiskonar varningi sem gott er að hafa í sumarhúsum o.fl. Einnig er hægt að kaupa hannyrðavöru, garn, málningu bæði til listsköpunar og einnig hefðbundna málningu. Síminn í Múrbúðinni er 486-1866. Það eru hjónin Jóhann Unnar Guðmundsson og Hlíf Sigurðardóttir …

Kynningarfundur um raunfærnimat 10, maí

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Tilkynningar

Skoða auglýsingu Fjölbrautaskóli Suðurlands og Fræðslunet Suðurlands ásamt Iðunni fræðslusetri (fræðslumiðstöð iðnaðarins) og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins boða til kynningarfundar um raunfærnimat í húsasmíði í Iðu (nýtt íþrótta- og kennsluhúsnæði Fjölbrautaskóla Suðurlands), Tryggvagötu 25 á Selfossi, mánudaginn 10. maí kl. 20. Þeim, sem hafa unnið við húsasmíði í að minnsta kosti 5 ár og eru orðnir 25 ára, býðst nú fyrstum allra …

Fjölmennt Halldórsmót í Flúðaskóla

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Í gær var haldið mjög fjölmennt skákmót í Flúðaskóla þar sem 92 þátttakendur tóku þátt í svokölluðu Halldórsmóti í skák. En Halldór heitinn Gestsson var afar vinsæll húsvörður í skólanum og  kenndi m.a. ungmennum að tefla. Mikill keppsandi ríkti á mótinu og stóðu hinir ungu skákmenn sig með miklum ágætum. Þetta er annað árið sem slíkt skákmót fer fram í …

Handverkssýning Laugardagshöll 28.október til 3. nóvember n.k.

Lilja Helgadóttir Tilkynningar

Ágæta handverksfólk Ákveðið hefur verið að halda handverkssýninguna „Arctic Arts & Crafts 2010 “  í Laugardalshöll dagana 28. október til 3. nóvember n.k. Sýningin er jafnframt sölusýning. Sýningin er haldin í samstarfi við menntamálaráðuneyti vestnorrænu landanna og verður hún  tengd þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í Reykjavík dagana 1. til 4. nóvember í haust. Sýningin er fyrirhuguð sem gæða handverkssýning …

Information about Volcanic eruption in South Iceland

Lilja Helgadóttir Tilkynningar

16.4.2010 Volcanic eruption in South Iceland The volcanic eruption in the glacier Eyjafjallajokull in South Iceland is continuing but Icelandic civil protection authorities have the situation as regards public response fully under control. The affected areas have been evacuated and damage has been limited to roads, bridges and other infrastructure that has been destroyed by flooding. Further damage to agricultural …

Apríl – Pésinn hefur litið dagsins ljós

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Enn einn fæðingardagur Pésa er runninn upp. Nú er það apríl-Pési og mætir hann að vanda á svæðið fullur af fréttum, tilkynningum og aulýsingum. Ekki má gleyma skemmtilegum myndum sem teknar eru af ljósmyndaranum okkar honum Sigurði Sigurmundssyni. Hann er alltaf jafn duglegur að festa á filmu ýmsa atburði í lífi okkar og verða myndirnar hans ómetanlegar heimildir um lífð …

Tónleikar Vörðukórsins 21. apríl kl. 20:30

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Tilkynningar

Vortónleikar Vörðukórsins verða í Árnesi miðvikudaginn 21. apríl kl.20:30. (Síðasti vetrardagur) Á efnisskránni verður íslensk tónlist af ýmsum gerðum, gömul og ný. Stjórnandi kórsins er Eyrún Jónasdóttir og undirleikari Stefán Þorleifsson. Miðaverð kr. 1500. Frítt fyrir börn á grunnskólaaldri.   Ath. Vörðukórinn flytur sömu efnisskrá í Salnum í Kópavogi  laugardaginn 24. apríl kl. 15:00.

Vortónleikar Karlakórs Hreppamanna 17. apríl

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Tilkynningar

Karlakór Hreppamanna heldur vortónleika sína í félagsheimili Hrunamanna laugardaginn 17. apríl n.k. kl. 20.30. Einsöngvari er Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Einnig verða haldnir tónleikar þann 13. apríl í Selfosskirkju. Skoða auglýsingu.