Fimm íbúðarhús tengjast hitaveitu Flúða

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Í dag tengdust 5 íbúðarhús á þremur lögbýlum á Hrafnkelsstöðum hitaveitu Flúða. Fleiri býli hafa tengst veitunni á þessu árin þ.a.m. svokölluð Átaksveita sem nær frá Flúðum í nokkur býli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þegar Átaksveitan var yfirtekinn af Hitaveitu Flúða bættust tvö ný býli í Hrunamannahreppi veitunni, annarsvegar lögbýlið Ás og hins vegar lögbýlið Sólheimar. Myndir frá tengingunni.   …

Rennsli Hvítár fært

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Nú er búið að færa rennsli Hvítár þannig að hún rennur að undir þann hluta af nýju brúnni sem búið er að byggja. Hafist verður handa að ljúka byggingu brúarinnar að austanverðu þegar ánni hefur verið veitt undir nýbyggða hlutann. Það var tignarleg sjón að sjá þetta gerast. Myndir sem Hannibal Kjartansson tók þegar verið var að færa rennslið.

Fréttir frá Markaðsskrifstofu Suðurlands

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Tilkynningar

16. desember 2009 Á döfinni hjá Markaðsstofu Suðurlands   Sameiginlegur landshlutabæklingur og Vestnorden Í september s.l. gaf Markaðsstofa Suðurlands út sameiginlegan landshlutabækling  þar sem öll ferðaþjónustufyrirtæki eru grunnskráð, en það hafði ekki verið gert áður. Þessi „opinbera upplýsingahandbók“  er í líkingu við samskonar bæklinga frá markaðsstofum hinna landshlutanna og veitir erlendum og innlendum ferðamönnum um Suðurland upplýsingar um sveitarfélög landshlutans …

Hreppsnefndarfundur 17. desember – dagskrá

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Tilkynningar

53. Fundur   hreppsnefndar kjörtímabilið 2006 – 2010   13. fundur ársins Verður  haldinn Fimmtudaginn  17. Desember 2009 kl. 16.00  í ráðhúsinu flúðum Erindi til hreppsnefndar: 1.   Nokkur atriði varðandi seinni umræðu fjárhagsáætlunar 2010 2.   Nefndarstörf í Hrunamannahreppi – ( framhaldsumræða ). 3.   Drög að fjárhagsáætlun Hrunamannahrepps 2010 ( seinni umræða ). 4.   Drög að innkaupareglum Hrunamannahrepps ( seinni umræða ). 5.   …

Jólin nálgast

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Einmuna veðurblíða hefur verið í Hrunamannahreppi að undanförnu. Veðráttan er ekki eins og við eigum að venjast, hún er í rauninni mun líkari því sem gerist á meginlandi Evrópu á þessum árstíma. Þessa skemmtilegu mynd tók Hannibal Kjartansson veitustjóri Hrunamannahrepps í morgun og segir hún meira en mörg orð. Fleiri myndir má sjá inná myndavefnum okkar.

Ný kjötvinnsla í Hrunamannahreppi

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Unnsteinn Hermannsson bóndi í Langholtskoti hefur stofnað nýtt fyrirtæki á býli sínu. Hér er um kjötvinnslu að ræða. Framleiðsluvaran er gæðavara en um áraraðir hefur verið nautgriparækt á búinu. Fyrirtækið heitir Kjötvinnslan Langholtskoti undir kjörorðinu „Kjöt frá Koti“. Unnsteinn tekur þátt í hinu spennandi verkefni beint frá býli. Það er alltaf gleðiefni þegar ný fyrirtæki eru stofnuð og skiptir samfélagið …

Jóla-Pési kominn út

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Pésinn í desember er kominn út og er að vanda stútfullur af efni. Pésinn er kominn í jólaskap eins og aðrir íbúar Hrunamannahrepps ef marka má efnið að þessu sinni. Meðal efnis er: Björgunarfélagið Refir og minkar Dagur íslenskrar tungu Gjaldeyrissköpun í hreppnum Sorpmál Fasteignamat Hrunaspjall og helgihald um hátíðarnar Jarðgerð Fullt af auglýsingum og jólakveðjum

Dagskrá hreppsnefndarfundar 9. desember kl. 14.

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Tilkynningar

  52. fundur   hreppsnefndar kjörtímabilið 2006 – 2010   12. fundur ársins Verður  haldinn miðvikudaginn  9. desember 2009 kl. 14.00  í ráðhúsinu Flúðum Erindi til hreppsnefndar: 1.   Ákvörðun um álagningaprósentu útsvars 2010. 2.   Reglur um tekjutengdan afslátt fasteignaskatts hjá elli- og örorkuleyfisþega í Hrunamannahreppi 2010 3.   Tillaga að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpförgun í Hrunamannahreppi 2010 4.   Drög að fjárhagsáætlun Hrunamannahrepps …

Menningarklasi uppsveitnna, fundur 7. desember

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Tilkynningar

Menningarklasi uppsveitanna verður að veruleika Fundur á Laugarvatni 7. desember   Framkvæmdaráð Vaxtarsamnings Suðurlands samþykkti nýverið að veita styrk til stofnunar og starfsemi Menningarklasa uppsveita Árnessýslu næstu þrjú árin.   Menningarklasinn boðar til fundar á Laugarvatni mánudaginn 7. desember kl. 20. Fundurinn verður haldinn í Íþróttafræðasetri Háskóla Íslands á Laugarvatni (þar sem Hússtjórnarskólinn var áður). Þar verða lögð drög að …

Fjárhagsáætlun

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Þessa dagana er unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir Hrunamannahrepp. Fjárhagsáætlunin verður væntanlega lögð fram n.k. þriðjudag, 9. desember  og síðari umræða verður væntanlega fimmtudaginn 17. desember.  Í framhaldi af fjárhagsáætlunargerð verða lögð á fasteignagjöld en fasteignamat einkum í þéttbýli hefur hækkað nokkuð milli ára. Þetta á einnig um einbýlishús í dreifbýli þar sem eru sérstakar lóðir undir húsin. Þess vegna …