Kortasjá – nýtt á vefnum

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Tilkynningar

Höfum sett inn á heimasíðu okkar sérstaka kortasjá þar sem þeir sem heimsækja síðuna geta skoðað kort af uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi. Þetta er skemmtileg leið til þess að skoða landið úr lofti þar sem getið er bændabýla, örnefnda og þéttbýliskjarna í sveitarfélögunum. Kortasjána má finna undir Upplýsingar >>> kortasjá  til hægri á vef Hrunamanna. Skoða kortasjá

Sýslumaðurinn býður upp óskilahross í Hrunaréttum

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Óskilahross verður boðið upp af sýslumanni Árnesinga, Ólafi Helga Kjartanssyni um kl. 12.30 í Hrunaréttum á föstudaginn. Hrossið hefur verið í orlofi í Bryðjuholti um tíma. Þetta er 6-10 vetra gamalt hross og enginn hefur eigandinn boðið sig fram þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar. Vekur það nokkrar grunsemdir um gæði og útlit hestsins. Það er ekki á hverjum degi sem hross er boðið …

Atvinnuþróunarfélagið fundar á Flúðum

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Miðvikudaginn 2. september fundar Atvinnuþróunarfélag Suðurlands hér á Flúðum. Fundurinn hefst kl. 12.00 – á Hótel Flúðum. Þar hittir stjórn félagsins fulltrúa hreppsnefndar Hrunamannahrepps. Þegar þeim fundi er lokið verður stutt skoðunarferð. Kl. 13.00 verður heimsókn í Flúðasveppi þar sem Georg Ottósson formaður Sölufélags garðyrkjumanna fer yfir stöðu garðyrkjunnar í stuttu máli . Kl. 13.30 verður heimsókn í Límtrésverksmiðju BM …

Golfíþróttin er í hávegum höfð á Flúðum

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Um síðustu helgi var Íslandsmót 18 ára og yngri á Selsvellinum.  Þá stóð Golfklúbbur Flúða fyrir sérstöku krakkamóti fyrir 14 ára og yngri í gær en þar voru einnig foreldrar hvattir til að vera með börnum sínum og tókust bæði mótin einstaklega vel þó ólík væru. Um helgina mun starfsmenn Nýherja efna til golfmóts. Þeir hafa með sér bíl sem …

Hrunaréttir

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Tilkynningar

Hrunaréttir verða föstudaginn 11. september. Réttardagurinn er einn allsherjar hátíðisdagur í sveitinni, með spriklandi nýju grænmeti og tilheyrandi kjötsúpu. Og ekki má gleyma fénu! Taktu þátt í skoðunarkönnun hér á síðunni!

Uppskeruhátíð í lok september?

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Í undirbúningi er að halda uppskeruhátíð 26. september. Að þeirri vinnu kemur m.a. ferðamálafulltrúinn Ásborg Arnþórsdóttir ásamt fjölmörgum áhugamönnum á staðnum. Næsti undirbúningsfundur fyrir uppskeruhátíðina er 20. ágúst kl. 15.00 á Hótel Flúðum en hótelhaldararnir hafa haft mikið frumkvæði hvað þessi hátíðarhöld varðar eins og með Bylgjulestina í sumar.

Uppgreftri við Búðarárbakka lokið

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

loftmynd 2008

Loftmynd af uppgreftrinum frá 2008

Sumarið 2009 lauk uppgrefti á Búðarárbakka sem hefur staðið þar yfir allt frá árinu 2005. Rannsóknirnar hafa verið styrktar af Fornleifasjóði, sveitarfélaginu Hrunamannahreppi, Landsneti hf. og Fornleifafræðistofunni.

Eyðibýlið Búðarárbakki stendur við ármót Búðarár og Hvítar nokkru norðan við Gullfoss. Þar byggði maður að nafni Þorkell kotbýli rétt eftir miðja 17. öldina og bjó þar í um tíu ár, en svo er greint frá í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá árin 1703. Fornleifauppgröfturinn leiddi í ljós lítinn gangabæ með viðbyggðu gerði. Búskapur á bænum hefur verið með minnsta móti en einbúinn hefur lifað af því að framleiða ýmis konar steinverkfæri, sérstaklega steinsleggjur eða fiskisleggjur en líka annars konar steina með tilgerðum götum svo sem kljásteina og netasökkur. Verkstæði Þorkels kotbónda var í litlu skýli inni í gerðinu en þar fundust ekki aðeins steinsleggjubrot heldur líka fjöldi síla sem karlinn notaði við að meitla götin í sleggjuhausinn fyrir sjálft sleggjuskaftið.

Milli fjögur og fimm þúsund manns fylgdust með traktorstorfærunni

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

 fyrstasti

Ölvir Karl tekur við verðlaunagripnum.

Skoða fleiri myndir frá keppninni>>>

Skoða myndir frá furðubátakeppninni>>>

Gríðarlegur fólksfjöldi fylgdist með heimsmeistaramótinu í traktorstorfæru sem fram fór á Flúðum í dag laugardag í blíðuveðri. Talið er að í kringum fimmþúsund manns hafi verið á staðnum. Ölvir Karl Emisson frá Grafarbakka  hreppti heimsmeistaratitilinn eftir harða og spennandi keppni við marga efnilega keppendur sem kepptu á stórkostlegum útgáfum af traktorum og sýndu allir keppendur snilldartakta í brautinni. Jóhann Þórðarsson frá Selfossi var í öðru sæti og þeir Ægir Gunnarsson og Óskar Ingi Sigurðsson skipu með mér þriðja sætinu. Ölvir Karl hreppti einnig tilþrifaverðlaunin fyrir skemmtilegt blístur vélarinnar.

fyrstasti1

Ný hreinsistöð frárennslis tekin í notkun

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

  Nýverið hefur hreinsistöð frárennslis verið tekin í notkun hér á Flúðum en undirbúningur og vinna við hann hefur tekið all nokkurn tíma. Hreinsistöðin er framleidd í Póllandi en um danska hönnun að ræða. Það er fyrirtækið Bólholt á Egilsstöðum sem flutti hreinsistöðina inn. Sams konar hreinsistöðvar eru á Egilsstöðum, Hallormsstað og í Borg í Grímsnesi. Hreinsistöðin er áfangi í að gera …