Byggð á Bríkum skrifar undir samstarfssamning við Hrunamannahrepp

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Á föstudaginn kemur, þann 2. október,  verður skrifað undir samstarfssamning milli Hrunamannahrepps annars vegar og Byggðar á Bríkum ehf. hins vegar um uppbyggingu íbúðabyggðar í landi Sunnuhlíðar á Flúðum í anddyri Félagsheimilis Hrunamanna kl. 16.00.  Gert er ráð fyrir að áfangaskipta svæðinu  í fyrsta áfanga er fyrirhugað að reisa alls 30 íbúðir á 25 lóðum. Þegar svæðið verður fullnýtt verða …

Tónleikar til styrktar MND félaginu

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Tilkynningar

Karlakórinn Þrestir heldur tónleika í Félagsheimili Hrunamanna laugardaginn 26. september kl. 16. Gestakór er Karlakór Hreppamanna. Sjá auglýsingu. Miðaverð er 1500.-

Uppskeruhátíðin tókst afar vel

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Uppskeruhátíðin í Hrunamannahreppi þótti takast með miklum ágætum. Hreppsnefnd Hrunamannahrepps þakkar öllu því góða fólki sem kom að undirbúningi undir stjórn ferðamálafulltrúans okkar, Ásbogar Arnþórsdóttur. En eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er uppskeran enn í fullum gangi þessar myndir eru teknar hjá SR grænmeti á Flúðum og eru táknrænar fyrir mikla grósku í gaðyrkjunni á hinu sólríka sumri …

Dagmamma

Lilja Helgadóttir Tilkynningar

DAGMAMMA   Ég stefni að því að hefja starf sem dagmamma þann 1. október n.k. í Garði. Ég hef fengið samþykki félagsmálafulltrúa uppsveita Árnessýslu til þessa starfs og hefur hún skoðað allar aðstæður hjá mér.  Ég hef menntun sem félagsliði og hef unnið á vöggustofu,öllum deildum leikskóla, barnaheimili, heimili fyrir heyrnalaus börn, grunnskóla og skóladagheimili á Grænlandi. Mér finnst gaman að vinna …

Uppskeruhátíð í fullum gangi

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

  Handverk frá Helgu í Bryðjuholti. Uppskeruhátíðin Matarkistan hófst í morgun í blíðskaparveðri með messu í Hruna sem var fjölsótt. Kirkjan var fallega skreytt með gróðri jarðar. Margir listamenn hafa opnað vinnustofur sínar og í félagsheimilinu er bændamarkaður. Þar var mikið fjölmenni sem fékk að smakka ýmsar bændaafurðir og kvenfélagið bauð uppá kaffi og nýbakaðar pönnukökur. Á markaðnum mátti einnig …

Kortasjá – nýtt á vefnum

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Tilkynningar

Höfum sett inn á heimasíðu okkar sérstaka kortasjá þar sem þeir sem heimsækja síðuna geta skoðað kort af uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi. Þetta er skemmtileg leið til þess að skoða landið úr lofti þar sem getið er bændabýla, örnefnda og þéttbýliskjarna í sveitarfélögunum. Kortasjána má finna undir Upplýsingar >>> kortasjá  til hægri á vef Hrunamanna. Skoða kortasjá

Sýslumaðurinn býður upp óskilahross í Hrunaréttum

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Óskilahross verður boðið upp af sýslumanni Árnesinga, Ólafi Helga Kjartanssyni um kl. 12.30 í Hrunaréttum á föstudaginn. Hrossið hefur verið í orlofi í Bryðjuholti um tíma. Þetta er 6-10 vetra gamalt hross og enginn hefur eigandinn boðið sig fram þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar. Vekur það nokkrar grunsemdir um gæði og útlit hestsins. Það er ekki á hverjum degi sem hross er boðið …

Atvinnuþróunarfélagið fundar á Flúðum

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Miðvikudaginn 2. september fundar Atvinnuþróunarfélag Suðurlands hér á Flúðum. Fundurinn hefst kl. 12.00 – á Hótel Flúðum. Þar hittir stjórn félagsins fulltrúa hreppsnefndar Hrunamannahrepps. Þegar þeim fundi er lokið verður stutt skoðunarferð. Kl. 13.00 verður heimsókn í Flúðasveppi þar sem Georg Ottósson formaður Sölufélags garðyrkjumanna fer yfir stöðu garðyrkjunnar í stuttu máli . Kl. 13.30 verður heimsókn í Límtrésverksmiðju BM …