Laust starf

Marta Jónsdóttir Tilkynningar

 Starfsmann vantar í 80 % starfshlutfall í ræstingu við Flúðaskóla. Vinnutími er samkomulagsatriði, laun samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og Bárunnar. Upplýsingar veitir Guðrún Pétursdóttir skólastjóri í síma 480 6611, eða tölvupósti gudrunp@fludaskoli.is. Viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst.

Sundlaugin Flúðum

Marta Jónsdóttir Tilkynningar

Frá 7. ágúst til 20. ágúst verður sundlaugin opin virka daga frá 12.00 til 21.00 og um helgar frá 12.00 til 18.00.

Grímsævintýri

Sigmar Sigþórsson Tilkynningar

Fréttatilkynning

Grímsævintýri verða á Borg í Grímsnesi laugardaginn 11. ágúst 2012. Grímsævintýri er einn stærsti viðburður ársins í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fjölbreytt dagskrá er í boði og aðgangur að hátíðinni er ókeypis.  

Dagskrá Grímsævintýra er vegleg að vanda: Sönghópurinn Blár Ópal, Möguleikhúsið verður með sýninguna Langafi prakkari, Jón Víðis töframaður leikur listir sínar, spámiðill gægist inn í framtíðina og að sjálfsögðu verður hoppukastali og önnur leiktæki fyrir yngstu kynslóðina. Björgunarsveitin Tintron verður á staðnum með sín tæki og tól og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.


 Glæsilegur markaður verður í íþróttahúsinu á Borg og þar má m.a. skoða og kaupa fallegt handverk, lífrænt ræktað grænmeti, harðfisk, sultu, bakkelsi, bækur o.fl. við ljúfan undirleik harmonikkutónlistar.


 Tombólan!! Rúsínan í pylsuendanum er árleg og víðfræg tombóla kvenfélagskvenna sem öðlast hefur sinn sess, enda eru þar engin núll að finna og margt góðra vinninga. Kvenfélagið var stofnað 1919 og tombólan hefur frá upphafi verið helsta fjáröflun félagsins og ágóðinn af tombólunni rennur til menningar- og líknarmála.

Hamrar í ljósi minninganna

Sigmar Sigþórsson Tilkynningar

Fréttatilkynning     Fyrirlestur, myndasýning og sunnudagskaffi að hætti Siggu á Hömrum Hamrar í ljósi minninganna     2. ágúst 2011   Hauslausu hænurnar, ljósamótorinn, kamarinn, kúadellurnar, sveitasíminn og saltfiskurinn í bæjarlæknum er á meðal þess sem ber á góma á Upplitsviðburði á Gömlu-Borg í Grímsnesi sunnudaginn 7. ágúst kl. 15. Þá segir Guðfinna Ragnarsdóttir, menntaskólakennari og blaðamaður, frá minningum …

Námskeið í fuglaleiðsögn

Sigmar Sigþórsson Tilkynningar

Námskeið í fuglaleiðsögn

Námskeið í fuglafræði og fuglaleiðsögn fyrir leiðsögumenn, ferðaþjónustuaðila og aðra áhugasama verður haldið á Suðurlandi í vor. Dagana 15. apríl kl 14:00-19:00 og 17. apríl kl 13:00-18:00 verða fyrirlestrar og 30. apríl og 14. maí verður útikennsla. Áhersla verður á fuglaskoðun á Suðurlandi. Námskeiðið tekur alls 24 klst. Fyrirlestrar verða í Glaðheimum við Tryggvagötu 36 á Selfossi. Námskeiðið verður vottað með viðurkenningarskjali. Kostnaður við námskeiðið er niðurgreiddur af klasanum ,,Fuglar á Suðurlandi“, sem styrktur er af Vaxtarsamningi Suðurlands. Námskeiðsgjald er Kr. 15000.

Menningarráð Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki

Sigmar Sigþórsson Tilkynningar

Menningarráð Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi geta sótt um styrki en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag. Heimilt er að sækja um styrk til verkefna sem umsækjandi er þegar byrjaður að vinna í. Menningarráð Suðurlands hefur ákveðið að árið 2011 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri …

Fréttatilkynning frá Markaðsstofu Suðurlands

Sigmar Sigþórsson Tilkynningar

Fréttatilkynning.

Laugardaginn 19. mars nk.verður í Ráðhúsinu í Reykjavík Suðurlandssýning undir yfirskriftinni ,,Suðurland já takk“.  Þar fylkja Sunnlendingar liði og kynna það sem er efst  á baugi í fjórðungnum. Það eru Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, menningarfulltrúi Suðurlands og Markaðsstofa Suðurlands sem leiða þetta verkefni ásamt fjölda annarra s.s. ferðamálafulltrúum,  sveitarfélögum, handverkshópum, klösum og ferðaþjónustuaðilum á Suðurlandi.

Umsjón fjallaskála á Hrunamannaafrétti

Lilja Helgadóttir Tilkynningar

Umsjón fjallaskála á Hrunamannaafrétti   Auglýst er eftir áhugasömum aðila til að taka að sér umsjón og rekstur fjallaskálanna á Hrunamannaafrétti. Í því felst að sjá um útleigu húsanna, markaðssetningu, viðhald og rekstur auk heysölu og fær viðkomandi þær tekjur, sem inn koma. Útleigutími húsanna er frá 1. júní til 1. september. Umsóknarfrestur er til 1 mars nk og skal …

Matvælasmiðjan á Flúðum

Sigmar Sigþórsson Tilkynningar

Matvælasmiðjan á Flúðum. Opnar í mars.

 

Síðustu mánuði hefur verið unnið að standsetningu aðstöðu og öflun og uppsetningu tækjabúnaðar í húsnæði Matarsmiðjunnar á Flúðum. Þá er verið að sækja um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Starfsemin mun svo hefjast í mars.  Hugmyndin með Matvælasmiðjunni er að aðstoða fólk með hugmyndir að matvælaframleiðslu með faglegri aðstoð og aðstöðu.