Tónleikar til styrktar MND félaginu

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Tilkynningar

Karlakórinn Þrestir heldur tónleika í Félagsheimili Hrunamanna laugardaginn 26. september kl. 16. Gestakór er Karlakór Hreppamanna. Sjá auglýsingu. Miðaverð er 1500.-

Dagmamma

Lilja Helgadóttir Tilkynningar

DAGMAMMA   Ég stefni að því að hefja starf sem dagmamma þann 1. október n.k. í Garði. Ég hef fengið samþykki félagsmálafulltrúa uppsveita Árnessýslu til þessa starfs og hefur hún skoðað allar aðstæður hjá mér.  Ég hef menntun sem félagsliði og hef unnið á vöggustofu,öllum deildum leikskóla, barnaheimili, heimili fyrir heyrnalaus börn, grunnskóla og skóladagheimili á Grænlandi. Mér finnst gaman að vinna …

Kortasjá – nýtt á vefnum

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Tilkynningar

Höfum sett inn á heimasíðu okkar sérstaka kortasjá þar sem þeir sem heimsækja síðuna geta skoðað kort af uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi. Þetta er skemmtileg leið til þess að skoða landið úr lofti þar sem getið er bændabýla, örnefnda og þéttbýliskjarna í sveitarfélögunum. Kortasjána má finna undir Upplýsingar >>> kortasjá  til hægri á vef Hrunamanna. Skoða kortasjá

Hrunaréttir

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Tilkynningar

Hrunaréttir verða föstudaginn 11. september. Réttardagurinn er einn allsherjar hátíðisdagur í sveitinni, með spriklandi nýju grænmeti og tilheyrandi kjötsúpu. Og ekki má gleyma fénu! Taktu þátt í skoðunarkönnun hér á síðunni!