Atvinna- Sumarvinna: Hrunamannahreppur óskar eftir starfsfólki í sumarvinnu við sundlaugina á Flúðum. Viðkomandi þurfa að hafa náð 18 ára aldri og ljúka sundlaugarvarðarprófi og skyndihjálparnámskeiði. Umsóknir berist til Péturs á netfang: petur@fludir.is fyrir 26. mars nk. Allar nánari upplýsingar hjá Pétir í …
Ásabyggð – Rafmagnslaust 4. mars milli klukkan 13:00 til 16:00
Rafmagnslaust verður Ásabyggð 04.03.2021 frá kl 13:00 til kl 16:00 vegna útskipta á götuskáp. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL –
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Hrunamannahreppur Aðalskipulagsmál Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana. Eyjarland L167649 – Landbúnaðarland í iðnaðarlóð – Aðalskipulagsbreyting Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. febrúar 2021 að kynna skipulagslýsingu vegna breyttrar landnotkunar á landi Eyjarlands. Í breytingunni felst að landbúnaðarland á lóð Eyjarlands …
Framlengdur umsóknarfrestur íþrótta- og tómstundastyrkja
Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki til 15. apríl 2021.
Sambandið auglýsir til umsóknar störf án staðsetningar
Auglýsir nú laus til umsóknar þrjú störf án staðsetningar. Um er að ræða tvö störf er snúa að stafrænni umbreytingu sveitarfélaga og starf forvarnarfulltrúa sveitarfélaga. Við höfum mikinn áhuga á að dreifa starfsfólki sambandsins sem víðast og eru öll störf hjá okkur, sem geta verið án staðsetningar, auglýst þannig. Þrjú störf án staðsetningar – Samband íslenskra sveitarfélaga
Frítt í sund miðvikudaginn 17. Febrúar Fáðu þér G-Vítamín
Fáðu þér G-vítamín! Aukaskammtur G-vítamíns miðvikudaginn 17. febrúar: Frítt í sund um allt land! Miðvikudaginn 17. febrúar bjóða sveitarfélög um allt land frítt í sund sem aukaskammt af G-vítamíni dagsins sem er „Hreyfðu þig daglega“. Að fara í sund, taka 100 metrana eða bara láta þreytuna líða úr sér í pottinum er G-vítamín í sinni tærustu mynd! Hægt verður að …
Minnum á sérstakan íþrótta og tómstundastyrk fyrir börn
Sækja þarf um fyrir 1. mars. Sveitarfélögin annast afgreiðslu styrkumsókna eftir að búið er að kanna rétt til styrksins inni á Ísland.is (https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs) Sjá eldri frétt: Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og …
Til sölu Smiðjustígur 7a og 7b, Flúðum.
Smiðjustígur 7a og 7b, Flúðum. Um er að ræða 900 fm parhúsalóð sem er leigulóð frá Hrunamannahreppi. Skv. gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið er lóðin skilgreind sem einnar hæðar parhúsalóð. Kvöð er á lóðinni að það hús sem á lóðinni stendur sem er alls 122,7 fm skuli fjarlægt á kostnað kaupanda. Tengigjöld kalda vatns, hitaveitu og fráveitu eru innifalin í kaupverði …
Íbúðir til leigu í Heimalandi.
Lausar eru til umsóknar 2 íbúðir fyrir eldri borgara, í Heimalandi á Flúðum. Skoðað verður með tímabundna almenna útleigu ef ekki berast umsóknir fyrir 24. febrúar nk. Íbúðirnar eru lausar til útleigu frá 1.mars 2021. Áhugasamir hafi samband við skrifstofu Hrunamannahrepps í síma 480 6600 eða á netfang: hruni@fludir.is