Miklar framkvæmdir í Flúðaskóla „Við sjáumst vonandi öll á hjónaballinu“ voru lokaorð pistils sveitarstjórans í síðasta Pésa. Núna er hjónaballið afstaðið og þar var met slegið í mætingu. Um 430 manns skemmtu sér saman í fallega skreyttu íþróttahúsinu þetta kvöld! Fyrir mig sem hef aldrei áður verið á hjónaballi í Hrunamannahreppi kom allt ánægjulega á óvart. Þúsund þakkir til nefndarinnar …
UPPBYGGINGARSJÓÐUR SUÐURLANDS 2023, FYRRI ÚTHLUTUN
OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í UPPBYGGINGARSJÓÐ SUÐURLANDS 2023, FYRRI ÚTHLUTUN Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, SASS, óska eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Suðurlands, um er að ræða vorúthlutun 2023. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar, og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika …
Hér njótum við auðlindanna
Mikið sem við erum lánsöm að vera nútímafólk. Við finnum til með forfeðrum okkar þegar við á þorrablótum syngjum hástöfum um bóndann sem horfir hryggur á stabbann sinn, um búrið sem er að verða autt og búið sem er að verða snautt og vitum að fyrir ekki svo mörgum áratugum þá var krumla veturs konungs það sem fólk óttaðist …
Laus störf hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings
Viltu taka þátt í að móta skóla- og velferðarþjónustu í faglegu og fallegu umhverfi Uppsveita og Flóa í Árnessýslu? Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings bs. auglýsir fullt starf deildarstjóra skólaþjónustu, fullt starf sálfræðings og tímabundið 60% starf talmeinafræðings. Á starfssvæðinu eru um 650 börn á leik- og grunnskólaaldri sem sækja nám í 10 leik-og grunnskólum. Tveir þeirra eru samreknir leik- …
Miklu færri fengu lóðir en vildu
Lóðum fyrir alls 25 íbúðir við Fannborgartanga, fyrsta áfanga Byggðar á Bríkum, var úthlutað á fundi sveitarstjórnar þann 2. febrúar 2023. Alls bárust 150 umsóknir um þær lóðir sem auglýstar voru. Umsækjendur sem uppfylltu ákvæði reglna um lóðaúthlutun voru 146. Dregið var úr umsóknum. Til vara voru dregin nöfn sem verða boðnar lóðirnar í réttri röð komi til þess að …
Fyrstu skóflustungurnar í Byggð á bríkum.
Fyrstu skóflustungurnar að nýju hverfi Byggð á Bríkum voru teknar fimmtudaginn 2. febrúar 2023. Það voru allir fulltrúar sveitarstjórnar sem munduðu skóflurnar en vegna aðstæðna hafði örlítið verið flett ofan af jarðveginum svo sveitarstjórnarmenn næðu nú að stinga niður skóflu þrátt fyrir harðfrosinn jarðveginn. Framkvæmdir teljast nú formlega hafnar við gatnagerðina. Annar verkfundur verksins var haldinn 2. febrúar og þar …
Löng lokun vegarins við Stóru-Laxá hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir samfélagið
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps hefur haft þungar áhyggjur af neikvæðum afleiðingum langrar lokunar vegarins við Stóru Laxá. Fulltrúar Vegagerðarinnar voru kallaðar til fundar í ráðhúsinu vegna þessa í vikunni þar sem óskað var skýringa á þessari stöðu. Oddviti lagði síðan fram eftirfarandi bókun, fyrir hönd sveitarstjórnarinnar allrar, við upphaf sveitarstjórnarfundar þann 2. febrúar 2023: Sveitarstjórn hefur ríkan skilning á þeim …
Svæðisskipulag Suðurhálendis til umsagnar
Erindi frá Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis þar sem greinargerð og umhverfisskýrsla Svæðisskipulags Suðurhálendis var kynnt í samræmi við 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga og 13. og 14. gr. laga um umhverfismat áætlana og framkvæmda var tekið til afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar þann 19. janúar 2023. Tillögunni fylgir greinargerð um landslagsgreiningu fyrir Suðurhálendi, sem er fylgirit svæðisskipulagsins. Skipulagssvæðið nær yfir hálendissvæði …