Heilsueflandi samfélag kynnir Fella- og fjallgönguverkefni:

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Fella- og fjallgönguverkefni: Heilsueflandi Uppsveitir, sem er samstarfsverkefni sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu, er með fella- og fjallgönguverkefni í gangi til að hvetja íbúa og gesti til ganga 5 fell í uppsveitunum. Fellin eru öll aðgengileg og leiðirnar stikaðar þar sem þörf er og ættu flestir að finna sér fjall eða fell við hæfi. Upp á hverju felli er póstkassi og …

KJörfundur vegna forsetakostninga

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

  Kjörfundur vegna forsetakosninga laugardaginn 27. júní 2020 hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00 þann dag í Félagsheimili Hrunamanna. Sérstök athygli skal vakin á eftirfarandi: Kjósandi, sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki, getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði. Þá er ekki heimilt að vera með áróður á eða við kjörstað meðan á kjörfundi stendur.   …

Félagsheimilið – Malbikun bílastæðaplans

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Nú er byrjað að vinna við endurgerð á planinu við Félagsheimilið. Fögrusteinar vinna verkið og á það að vera búið með malbiki fyrir verslunarmannahelgi. Í framhaldinu verður svo unnið að einhverjum hellulögnum en miðað er við að klára þær svo næsta sumar. Það má því gera ráð fyrir vinnuvélum og jarðraski á þessu svæði á næstunni og biðjum við alla …

ÍBÚAFUNDUR!!

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

ÍBÚAFUNDUR!!   Íbúafundur verður haldinn   í Félagsheimilinu á Flúðum þriðjudaginn 9. júní nk. kl. 20:00. Kynntar verða niðurstöður ársreiknings 2019. Hægt er að nálgast ársreikninginn á heimasíðu Hrunamannahrepps  www.fludir.is   Ársreikningur 2019. Auðunn Guðjónsson endurskoðandi mun mæta á fundinn og fara yfir helstu liði ársreikningsins.   Úrgangsmál. Á fundinn mætir starfsfólk frá Íslenska gámafélaginu og fer yfir flokkunarmál og  veitir …

Kjörskrá

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

  Kjörskrá Kjörskrá fyrir sveitarfélagið Hrunamannahrepp vegna forsetakosninga 27. júní 2020, liggur frammi á skrifstofu Hrunamannahrepps frá 16. júní  til kjördags á opnunartíma skrifstofunnar, kl: 09:00-12 og 13:00-16:00,                föstudaga frá kl: 09:00-12:00.   Kjörfundur Kjörfundur fyrir sveitarfélagið Hrunamannahrepp vegna forsetakosninga 27. júní 2020 verður haldinn í Félagsheimili Hrunamanna þann 27. júní 2020 frá kl: 10:00 – 22:00. Kjósendur geri grein …

Sumarstarf fyrir námsmann

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Sumarstarf fyrir námsmann Hrunamannahreppur fékk úthlutað sumarstörfum fyrir námsmenn í tengslum við átaksverkefni Velferðarráðuneytisins og Vinnumálastofnunar. Stuðningur Vinnumálastofnunar miðast við ráðningu í tvo mánuði en störfin eru opin öllum þeim sem eru á milli anna eða skólastiga og eru 18 ára á árinu og eldri, óháð kyni. Ekki hefur tekist að manna bæði störfin og auglýsir Hrunamannahreppur því eftir starfsmanni …

Almenningssalerni

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Almenningssalerni  verða rekin í sumar að Grund á Flúðum frá 1. júní til og með 30. september 2020. Gert er ráð fyrir að almennt sé opið fyrir þjónustuna alla daga vikunnar frá kl. 12:00 til 21.00