Skóflustunga og undirritun samnings vegna íbúðakjarna

evaadmin Nýjar fréttir

Fyrsta skóflustunga að íbúðakjarna fyrir fatlað fólk að Nautahaga 2 var tekin föstudaginn 18. nóvember. Í kjölfarið var samningur Mineral ehf og Arnardrangs hses undirritaður í Grænumörk. Með ákvörðun stjórnar Bergrisans og samþykkis aðildarsveitarfélaga var ákveðið að ráðast í stofnun hses félags en það rekstrarfyrirkomulag miðar að sjálfbærni byggingar og reksturs húsnæðis fyrir fatlað fólk. Málaflokkur fatlaðs fólks var fluttur …

Pésinn í Nóvember – Pistill sveitarstjóra

evaadmin Nýjar fréttir

Í nóvemberskýrslu Þjóðskrár kemur fram að íbúum hefur fjölgað í Hrunamannahreppi um 45 frá 1. desember 2021 en íbúar eru nú 873 talsins. Nemur fjölgunin 5,4% á ársgrundvelli sem er vel yfir landsmeðaltali sem er um 2,5% á sama tímabili. Ekki er ólíklegt að þessi þróun muni halda áfram þar sem framundan er tímabil uppbyggingar í sveitarfélaginu. Framkvæmdir hefjast Nú …

Undirritun verksamnings milli Hrunamannahrepps og Gröfutækni

evaadmin Nýjar fréttir

Undirritun verksamnings milli Hrunamannahrepps og Gröfutækni ehf sem átti lægsta tilboð í gatnagerð fyrsta áfanga “Byggð á bríkum”. – Úthlutun lóða mun fara fram að undangenginni auglýsingu öðru hvoru megin við næstu áramót. – Væntanlegir lóðarhafar geta byrjað framkvæmdir júní/júlí 2023

Sorphirðudagatal uppfært

evaadmin Nýjar fréttir

Sorphirðudagatal fyrir nóvember mánuð var ekki rétt og færast losanir fram um eina viku. Losun á plasti og pappa verður dagana  2. – 3. nóvember Losun á lífrænu og almennu rusli verður dagana 9. – 10. nóvember. Í desember verða losanir skv. Sorphirdudagatali

Landsátak í sundi 1.-30. nóvember

evaadmin Nýjar fréttir

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2022. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja alla til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Átakið var formlega sett á laggirnar á sama tíma …

Viltu verða slökkviliðsmaður?

evaadmin Nýjar fréttir

Brunavarnir Árnessýslu eru að auglýsa eftir liðsmönnum á allar stöðvar í útkallsliðið. Hér er linkur á kynningarfundinn: https://www.facebook.com/events/1497567237334631?ref=newsfeed

Dagþjónusta fyrir eldri borgara í Uppsveitunum

evaadmin Nýjar fréttir

  Bókun varðandi dagþjónustu fyrir eldri borgara hér í Uppsveitunum var lögð fram á fundi sveitarstjórnar þann 20. október s.l.. Var bókunin lögð fram vegna greiningar sem starfsmenn Heilsugæslunnar í Laugarási og velferðarþjónustunnar í Uppsveitunum á þörf fyrir dagþjónustu fyrir eldri borgara á svæði þeirra. Tildrög þessa eru þau að sveitarfélögin Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Hrunamannahreppur sóttu um til …

Útboð vegna trygginga auglýst.

evaadmin Nýjar fréttir

Útboð vegna allra trygginga Hrunamannahrepps hefur nú verið auglýst.  Á fundi sveitarstjórnar þann 1. september s.l.  var samþykkt  tilboð frá fyrirtækinu Consello í útboðsgerðina enda hefur fyrirtækið víðtæka reynslu af tryggingamálum og hefur unnið fyrir um 40 sveitarfélög með sambærilegum hætti og með góðum árangri. Starfsmenn Consello hafa farið yfir allar tryggingar sveitarfélagsins með það fyrir augum að finna réttar …