Ölvir Karl tekur við verðlaunagripnum.
Skoða fleiri myndir frá keppninni>>>
Skoða myndir frá furðubátakeppninni>>>
Gríðarlegur fólksfjöldi fylgdist með heimsmeistaramótinu í traktorstorfæru sem fram fór á Flúðum í dag laugardag í blíðuveðri. Talið er að í kringum fimmþúsund manns hafi verið á staðnum. Ölvir Karl Emisson frá Grafarbakka hreppti heimsmeistaratitilinn eftir harða og spennandi keppni við marga efnilega keppendur sem kepptu á stórkostlegum útgáfum af traktorum og sýndu allir keppendur snilldartakta í brautinni. Jóhann Þórðarsson frá Selfossi var í öðru sæti og þeir Ægir Gunnarsson og Óskar Ingi Sigurðsson skipu með mér þriðja sætinu. Ölvir Karl hreppti einnig tilþrifaverðlaunin fyrir skemmtilegt blístur vélarinnar.