Enn einn fæðingardagur Pésa er runninn upp. Nú er það apríl-Pési og mætir hann að vanda á svæðið fullur af fréttum, tilkynningum og aulýsingum. Ekki má gleyma skemmtilegum myndum sem teknar eru af ljósmyndaranum okkar honum Sigurði Sigurmundssyni. Hann er alltaf jafn duglegur að festa á filmu ýmsa atburði í lífi okkar og verða myndirnar hans ómetanlegar heimildir um lífð …
Aðalfundur Ungmennafélags Hrunamanna
Aðalfundur Ungmennafélags Hrunamanna Við minnum á aðalfundinn, sem haldinn verður í veitingasal Félagsheimilisins miðvikudaginn 31. mars kl. 20.30 Stjórnin
Landgræðsluáætlun
Út er komin landgræðsluáætlun Hrunamannahrepps 2009-2013. Áætlunin er unnin af stjórn Landgræðslufélasins í samráði við Landbúnaðrnefnd Hrunamannahrepps. Áætlunin er byggð á landnýtingaráætlun fyrir Hrunamannaafrétt 2004-2008. Það eru þau Siguður H. Magnússon, Svanhildur Hrönn Pétursdóttir og Þorsteinn Loftsson sem eru skrifuð fyrir verkinu. Þeir sem vilja skoða áætlunina geta nálgast hana hér: Landnýtingar- og landgræðsluáæltun Hrunamannahrepps.
Fræðslufundur um METAN
Fræðslufundur um metan! Nautgriparæktarfélag Hrunamannahrepps og hreppsnefnd Hrunamannahrepps gangast fyrir fundi um metangas þriðjudaginn 30. mars 2010. Fundurinn verður haldinn á Hótel Flúðum og hefst kl. 13.00. Fundurinn er í framhaldi af aðalfundi Nautgriparæktarfélagsins, Svanhildur Ósk Ketilsdóttir kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands flytur erindi og síðan verða umræður um þetta spennandi verkefni. Sveitarstjóri
Átaksverkefni í nýsköpun
Í gær hélt Háskólafélag Suðurlands fund á Hótel Flúðum þar sem rætt var um nýsköpun í uppsveitum Árnessýslu. Tillaga er um að Háskólafélagið hafi forgang um átaksverkefni í uppsveitum Árnessýslu með því að standa með Matís að tímabundinni ráðningu starfsmanns. Hugmyndin er að koma upp matvælasmiðju og þróa staðbundið nám í frumkvöðla- og matvælatækni og tengja það við lýðheilsufræði á …
Mars-Pési mættur, sprækur sem lækur
Mars-Pésinn er mættur á svæðið og að vanda brattur enda farið að birta all hressilega, sólin komin á loft eldsnemma á morgnana og augljóst nú á miðri góu að vorið bíður handan við hornið, þó enn sé óráðlagt að baða sig i bæjarlæknum. En það fer að koma að því að Pési og vinir hans fara í öllu falli að …
Hugmyndir um nýjar Hrunaréttir
Hrunaréttir – tillaga Á síðasta hreppsnefndarfundi var rætt um skemmtilegar hugmyndir sem Esther Guðjónsdóttir hefur sett fram varðandi nýjar Hrunaréttir. Þessar hugmyndir hefur Þórdís Halldórsdóttir útfært þar sem nýtt verður m.a. stuðlaberg sem byggingarefni. Í hugmyndunum er gert ráð fyrir að stór hluti vinnu við uppbyggingu nýrra rétta verði unnin í sjálfboðavinnu. Hugmyndirnar falla í góðan jarðveg og verða útfærðar …
Jafnréttisáætlun Hrunamannahrepps
Á fundi hreppsnefndar Hrunamannahrepps 3. mars s.l. var jafnréttisáætlun Hrunamannahrepps samþykkt. Þetta er í fyrsta skipti sem gerð er jafnréttisáætlun fyrir hreppinn þannig að ætla má að hér sé um talsverð tímamót fyrir bæði karla og konur að ræða. Hvort áhrifanna fari strax að gæta skal ósagt látið. Jafnréttisáætlunina má finna hér.
Gaman á öskudaginn
Það var mikið um að vera hjá börnunum í Hrunamannahreppi á öskudaginn. Gengið var á milli fyrirtækja og stofnana og sungið. Söngvararnir voru gjarnan verðlaunaðir með örlitlu sælgæti. Söngvarnir voru að ýmsu tagi. Gamla Bellman lagið gamli Nói var gríðarlega vinsælt og ýmsir textar voru sungnir við lagið. Þá heyrðust ættjarðarlög, Evrovitionlög – Bubbalög og jafnvel lög sem karlakórinn hefur …
Flúðaskóli hlýtur menntaverðlaun Suðurlands
,,Sigurlið“ Flúðaskóla ásamt Guðrúnu Pétursdóttur skólastjóra og Eydísi Indriðadóttur sem er formaður menntanefndar SASS Það var flaggað við hreppsskrifstouna á Flúðum í dag. Ástæðan var sú að Flúðaskóli hlaut menntaverðlaun Suðurlands. Verðlaunin hlýtur skólinn fyrir verkefnið Lesið í skóginn. Verðlaunin voru afhent síðdegis á hátíðarfundi Fræðslunets Suðurlands. Það er menningar- og menntamálanefnd Sass sem veitir þessu verðlaun og afhenti formaður …