Ný verslun og ekkert kreppuvæl!

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Jóhann Unnar Guðmundsson lætur sér ekki nægja að flytja vörur í uppsveitirnar, eða keyra leigubíl á kvöldin heldur hefur hann ákveðið að opna Byggingarvöruverslun undir merkjum Múrbúðarinnar hér á Flúðum. Ef allt gengur eftir mun verslunin opna í húsnæði Unnars í  að Smiðjustíg 6a. Múrbúðin er þekkt fyrir lágt vöruverð og skemmtilegar auglýsingar á verði og vöruframboði. Það er ánægjulegt …

Flúða-taxi…nýtt fyrirtæki í hreppnum

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Það er alltaf ánægjulegt þegar ný fyrirtæki eru stofnuð í hreppnum. Jóhann Unnar Guðmundsson hefur fest kaup á leigubíl sem tekur 8 farþega. Númerið á leigubílastöðinni er 893-1462. Þetta er náttúrulega frábær þjónusta í ekki stærra samfélagi en okkar. Áður hafði Árni Hjaltason staðið um tíma fyrir leigubílastarfsemi  einnig  Daníel Halldórsson og þar á undan Sigurjón  Kristinn Guðmannsson sem hóf …

Björgunarfélagið eignast hjartastuðtæki

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Mynd þessi sem tekin er af Sigurði Sigmundssyni þegar Kvenfélag Hrunamannahrepps afhenti Björgunarfélaginu Eyvindi í Hrunamannahreppi  hjartastuðtæki.  Tækið er mikið öryggistæki en íbúar sveitarfélagsins eru um 800 auk þess sem fjölmörg frístundahús eru í hreppnum. Kvenfélagið styrkti kaup á þessu tæki, með því að láta allan ágóða af veitingasölu á aðventuhátíð sem haldin var í desember s.l. Þá lögðu velunnar …

Bóndadagurinn

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

  Bóndadagurinn er í dag. Það er mikill uppskerutími blómaframleiðenda. Á myndinni sem Sigurður Sigmudsson blaðamaður tók er Emil Gunnlaugsson en hann er sá blómaframleiðandi sem lengst hefur starfað á Íslandi sem blómaræktandi. Fyrirtæki hans heitir Land og synir og er starfrækt á Flúðum. Hann hóf blómaræktun árið 1956 og er einn af landnámsmönnunum á Flúðum. Synir Emils sem starfa …

Auglýsing frá skipulagsfulltrúa 21. janúar 2010

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Skoðið auglýsingu frá skipulagsfulltrúa uppsveitanna.Í auglýsingunni er m.a. að finna auglýsingar vegna skipulagsbreytinga í Hrunamannahreppi: 1.       Grund á Flúðum breytingar á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis. 2.       Vinaminni á Flúðum. Breyting á deiliskipulagi miðsvæðis. 3.       Silfurmýri í Hrunamannahrepp. Breyting á deiliskipulagi lögbýlis.   Sjá nánar í auglýsingu

Nýr Pési kominn út

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Fyrsti Pési ársins er kominn út og er hann í sérstöku áramótastuði að þessu sinni eins og tryggir lesendur munu komast að er þeir lesa vininn. Meðal efnis er: Stækkun Grundar Þrettánda-brennan Fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 Gæðastýring í landbúnaði Fræknar körfuknattleiksstúlkur Sorp og sorpflokkun Bakkatúnsvegur enn til umræðu og umfjöllunar Þriggja ára áætlun Málefna fatlaðra Enduro-cross Fréttir frá: Frá knattspyrnudeildinni …

Jólin kvödd í fögru vetrarveðri

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Fjölmenni sótti þrettánabrennuna að í afar góðu vetrarveðri eins og sjá má á myndinni sem Sigurður Sigmundsson tók við brennunna. Að þessu sinni logað vel í brennunni og lognið var svo mikið að reykurinn steig beint í loft upp. Það var björgunarfélagið Eyvindur, unglingadeildin Skúli og Hrunamannahreppur sem stóðu að þrettándabrennunni.

Þrettándagleði í kvöld

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Þrettándagleðin er í kvöld og hefst kl. 20 með blysför frá áhaldahúsinu. Flugeldasýningin hefst kl. 21. Flugeldasalan opnar kl. 17 og verður opið til kl. 20. Það er unglingadeildin Skúli og Björgunarfélagið Eyvindur sem standa fyrir gleðinni. Mætum öll og kveðjum jólin. Hver veit nema álfar og tröll láti sjá sig líka.

Jólakveðja frá Hrunamannahreppi

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Hreppsnefnd og starfsmenn Hrunamannahrepps senda íbúum hreppsins, sumarbústaðaeigendum í Hrunamannahreppi sem og hinum fjölmörgu gestum sem heimsækja okkur á ári hverju og skoða vefinn okkar bestu jóla- og nýársóskir.

Allir fegnu endurskinsvesti frá Vís

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Leikskólanum Undralandi voru afhent endurskinsvesti í gær,  en á myndinni eru krakkarnir að fylgjast með þegar skólastjórinn veitir vestunum viðtöku. Vís vonar og veit að þau muni koma að góðum notum. VÍS hefur alltaf haft forvarnir í hávegum eins og þessi gjöf sýnir og er Vís færðar bestur þakkir fyrir gjöfina.