Bruni í gróðurhúsi

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Í nótt var bruni í einu gróðurhúsinu á Melum.Hér var um uppeldisstöð að ræða fyrir græðlinga af tómataplöntum. Uppruna brunans má rekja til ljósalampa sem notaður er við ræktunina. Slökkvilið Flúða brást skjótt við og lagði lokahönd á slökkvistarfið en áður höfðu eigendur og starfsmenn stöðvarinnar kappkostað að slökkva eldinn. Á þessu stigi er ekki ljóst hve mikill skaðinn er.

Þúsundir skemmtu sér með Bylgjulestinni á Flúðum

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

 h-grill3

Það var mikið líf og fjör á Flúðum þegar Bylgjulestin kom í heimsókn helgina 17. og 18. júlí sl. Á föstudeginum breyttist þátturinn Reykjavík síðdegis í Flúðir síðdegis og á laugardeginum var fjölbreytt dagskrá við Félagsheimilið í boði Bylgjunnar. Margir landskunnir skemmtikraftar komu fram undir stjórn Hemma Gunn og Svansíar. Þá var boðið uppá grillaðar pylsur og kók og voru það hótelhjónin Margrét Runólfsdóttir og Guðmundur Sigurhansson sem fóru fimum höndum um veitingarnar en þau voru aðalhvatamenn að því að fá Bylgjulestina á Flúðir. Bjarki Eiríksson var lipur á grilltönginni en Sölufélag garðyrkjumanna bauð gestum og gangandi uppá ferskt Flúðagrænmeti og voru þar fremstir í flokki við framleiðsluna, Georg Ottósson sem er formaður félagsins og eigandi Flúðasveppa og Jörva, Pálmar Þorgeirsson sem á SR grænmeti og Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Hrunamannahrepps.

hemmi og svans

Heilsuþorpshugmynd þróast áfram

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

heilsuthorp4

Hugmynd að heilsuþorpi á Flúðum

Nú hefur verið stofnað hlutafélag um heilsuþorp á Flúðum. Í framhaldi af stofnun hlutafélagsins er leitað að fjárfestum til að fjármagna uppbyggingu svæðisins. Hér er um mjög spennandi verkefni að ræða sem fellur vel inní ímynd sveitarfélagsins og mun auka mjög fjölbreytni í atvinnulífinu. Myndir hér fyrir neðan eru  tekar við stofnun hlutafélagsins á Flúðum miðvikudaginn 15. júlí sl.

Líf og fjör í Spánarblíðu

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Það var mikið líf og fjör á Flúðum um síðustu helgi þar sem gestir og gangandi skemmtu sér í sannkallaðri Spánarblíðu. Yfir 1000 manns voru gestkomandi á svæðinu og nýja tjaldsvæðið virkaði vel þar sem fram fór grillveisla og strandblakmót. Skoða má myndir frá helginni á Sunnlendingi og líka á mbl.is. Það er ekki á hverjum degi sem fólk skellir …

Ragnar kjörinn oddviti

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

  Á fundi hreppsnefndar fimmtudaginn 25. júní var Ragnar Magnússon kjörinn oddviti Hrunamannahrepps í stað Sigurðar Inga Jóhannssonar sem hefur tekið sæti á Alþingi. Sigurður starfaði áður sem dýralæknir hjá Dýralæknaþjónustu Suðurlands og hafði verið oddviti um árabil. Ragnar er bóndi í Birtingaholti, þar sem hann rekur stórt kúabú.

Fyrsti viðskiptavinurinn í nýju vínbúðinni

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Fyrsti viðskiptavinurinn í nýju vínbúðinni á Flúðum var væntanlegur oddviti Hrunamannahrepps, Ragnar Magnússon. Hann mætti galvastur í búðina mánudaginn 15. júní. Ekki ber á öðru en að afgreiðslustúlkan Anne Mieniiuchi Nielsen hafi haft gaman af því að afgeiða Ragnar enda er hann afskaplega glaðvær og geðþekkur maður. Ragnar tekur við sem oddviti fimmtudaginn 25. júní af Sigurði Inga sem nú …