Í undirbúningi er að halda uppskeruhátíð 26. september. Að þeirri vinnu kemur m.a. ferðamálafulltrúinn Ásborg Arnþórsdóttir ásamt fjölmörgum áhugamönnum á staðnum. Næsti undirbúningsfundur fyrir uppskeruhátíðina er 20. ágúst kl. 15.00 á Hótel Flúðum en hótelhaldararnir hafa haft mikið frumkvæði hvað þessi hátíðarhöld varðar eins og með Bylgjulestina í sumar.
Uppgreftri við Búðarárbakka lokið
Loftmynd af uppgreftrinum frá 2008
Sumarið 2009 lauk uppgrefti á Búðarárbakka sem hefur staðið þar yfir allt frá árinu 2005. Rannsóknirnar hafa verið styrktar af Fornleifasjóði, sveitarfélaginu Hrunamannahreppi, Landsneti hf. og Fornleifafræðistofunni.
Eyðibýlið Búðarárbakki stendur við ármót Búðarár og Hvítar nokkru norðan við Gullfoss. Þar byggði maður að nafni Þorkell kotbýli rétt eftir miðja 17. öldina og bjó þar í um tíu ár, en svo er greint frá í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá árin 1703. Fornleifauppgröfturinn leiddi í ljós lítinn gangabæ með viðbyggðu gerði. Búskapur á bænum hefur verið með minnsta móti en einbúinn hefur lifað af því að framleiða ýmis konar steinverkfæri, sérstaklega steinsleggjur eða fiskisleggjur en líka annars konar steina með tilgerðum götum svo sem kljásteina og netasökkur. Verkstæði Þorkels kotbónda var í litlu skýli inni í gerðinu en þar fundust ekki aðeins steinsleggjubrot heldur líka fjöldi síla sem karlinn notaði við að meitla götin í sleggjuhausinn fyrir sjálft sleggjuskaftið.
Milli fjögur og fimm þúsund manns fylgdust með traktorstorfærunni
Ölvir Karl tekur við verðlaunagripnum.
Skoða fleiri myndir frá keppninni>>>
Skoða myndir frá furðubátakeppninni>>>
Gríðarlegur fólksfjöldi fylgdist með heimsmeistaramótinu í traktorstorfæru sem fram fór á Flúðum í dag laugardag í blíðuveðri. Talið er að í kringum fimmþúsund manns hafi verið á staðnum. Ölvir Karl Emisson frá Grafarbakka hreppti heimsmeistaratitilinn eftir harða og spennandi keppni við marga efnilega keppendur sem kepptu á stórkostlegum útgáfum af traktorum og sýndu allir keppendur snilldartakta í brautinni. Jóhann Þórðarsson frá Selfossi var í öðru sæti og þeir Ægir Gunnarsson og Óskar Ingi Sigurðsson skipu með mér þriðja sætinu. Ölvir Karl hreppti einnig tilþrifaverðlaunin fyrir skemmtilegt blístur vélarinnar.
Ný hreinsistöð frárennslis tekin í notkun
Nýverið hefur hreinsistöð frárennslis verið tekin í notkun hér á Flúðum en undirbúningur og vinna við hann hefur tekið all nokkurn tíma. Hreinsistöðin er framleidd í Póllandi en um danska hönnun að ræða. Það er fyrirtækið Bólholt á Egilsstöðum sem flutti hreinsistöðina inn. Sams konar hreinsistöðvar eru á Egilsstöðum, Hallormsstað og í Borg í Grímsnesi. Hreinsistöðin er áfangi í að gera …
Bruni í gróðurhúsi
Í nótt var bruni í einu gróðurhúsinu á Melum.Hér var um uppeldisstöð að ræða fyrir græðlinga af tómataplöntum. Uppruna brunans má rekja til ljósalampa sem notaður er við ræktunina. Slökkvilið Flúða brást skjótt við og lagði lokahönd á slökkvistarfið en áður höfðu eigendur og starfsmenn stöðvarinnar kappkostað að slökkva eldinn. Á þessu stigi er ekki ljóst hve mikill skaðinn er.
Þúsundir skemmtu sér með Bylgjulestinni á Flúðum
Það var mikið líf og fjör á Flúðum þegar Bylgjulestin kom í heimsókn helgina 17. og 18. júlí sl. Á föstudeginum breyttist þátturinn Reykjavík síðdegis í Flúðir síðdegis og á laugardeginum var fjölbreytt dagskrá við Félagsheimilið í boði Bylgjunnar. Margir landskunnir skemmtikraftar komu fram undir stjórn Hemma Gunn og Svansíar. Þá var boðið uppá grillaðar pylsur og kók og voru það hótelhjónin Margrét Runólfsdóttir og Guðmundur Sigurhansson sem fóru fimum höndum um veitingarnar en þau voru aðalhvatamenn að því að fá Bylgjulestina á Flúðir. Bjarki Eiríksson var lipur á grilltönginni en Sölufélag garðyrkjumanna bauð gestum og gangandi uppá ferskt Flúðagrænmeti og voru þar fremstir í flokki við framleiðsluna, Georg Ottósson sem er formaður félagsins og eigandi Flúðasveppa og Jörva, Pálmar Þorgeirsson sem á SR grænmeti og Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Hrunamannahrepps.
Heilsuþorpshugmynd þróast áfram
Hugmynd að heilsuþorpi á Flúðum
Nú hefur verið stofnað hlutafélag um heilsuþorp á Flúðum. Í framhaldi af stofnun hlutafélagsins er leitað að fjárfestum til að fjármagna uppbyggingu svæðisins. Hér er um mjög spennandi verkefni að ræða sem fellur vel inní ímynd sveitarfélagsins og mun auka mjög fjölbreytni í atvinnulífinu. Myndir hér fyrir neðan eru tekar við stofnun hlutafélagsins á Flúðum miðvikudaginn 15. júlí sl.
Líf og fjör í Spánarblíðu
Það var mikið líf og fjör á Flúðum um síðustu helgi þar sem gestir og gangandi skemmtu sér í sannkallaðri Spánarblíðu. Yfir 1000 manns voru gestkomandi á svæðinu og nýja tjaldsvæðið virkaði vel þar sem fram fór grillveisla og strandblakmót. Skoða má myndir frá helginni á Sunnlendingi og líka á mbl.is. Það er ekki á hverjum degi sem fólk skellir …
Ragnar kjörinn oddviti
Á fundi hreppsnefndar fimmtudaginn 25. júní var Ragnar Magnússon kjörinn oddviti Hrunamannahrepps í stað Sigurðar Inga Jóhannssonar sem hefur tekið sæti á Alþingi. Sigurður starfaði áður sem dýralæknir hjá Dýralæknaþjónustu Suðurlands og hafði verið oddviti um árabil. Ragnar er bóndi í Birtingaholti, þar sem hann rekur stórt kúabú.
Fyrsti viðskiptavinurinn í nýju vínbúðinni
Fyrsti viðskiptavinurinn í nýju vínbúðinni á Flúðum var væntanlegur oddviti Hrunamannahrepps, Ragnar Magnússon. Hann mætti galvastur í búðina mánudaginn 15. júní. Ekki ber á öðru en að afgreiðslustúlkan Anne Mieniiuchi Nielsen hafi haft gaman af því að afgeiða Ragnar enda er hann afskaplega glaðvær og geðþekkur maður. Ragnar tekur við sem oddviti fimmtudaginn 25. júní af Sigurði Inga sem nú …