Leikskólinn Undraland, Flúðum auglýsir eftir leikskólakennurum til starfa

evaadmin Nýjar fréttir

Í Undralandi eru um 40 nemendur frá eins árs aldri á þremur deildum. Leikskólinn nýtur góðs af einstaklega fallegu umhverfi, góðu útinámssvæði og hinni rómuðu veðursæld á Flúðum. Vel er búið að leikskólanum af hálfu sveitarfélagsins og nýtur hann góðs samstarfs við foreldrasamfélagið sömuleiðis. Við skólann starfar samstilltur hópur með alls konar reynslu og þekkingu sem nýtist vel í leikskólastarfinu. …

Hvað eiga göturnar að heita?

evaadmin Nýjar fréttir

  Ákveðið var á fundi sveitarstjórnar þann 18. ágúst að ráðast í útboð við gatnagerð í fyrstu götu Byggða á Bríkum.  Á þessum sama fundi var samþykkt að leita til íbúa og annarra áhugasamra og kalla eftir tillögum að nöfnum á göturnar í þessu nýja hverfi Tillagan sem samþykkt var er svohljóðandi: Sveitarstjórn samþykkir einnig að fela sveitarstjóra að kalla …

Fyrsti áfangi Byggða á Bríkum kominn af stað

evaadmin Nýjar fréttir

  Gatnagerð  í fyrsta áfanga Byggða á Bríkum verður boðin út á allra næstu vikum eða um leið og útboðsgögn verða tilbúin eftir einróma samþykkt sveitarstjórnar í gær, fimmtudaginn 18. ágúst. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 25 íbúðum, tveimur 4 íbúða raðhúsum,  tveimur 3 íbúða raðhúsum, fjórum parhúsum og þremur einbýlishúsum.  Er hér um að ræða stærstu einstöku …

RITARI ÓSKAST

evaadmin Nýjar fréttir

Laust er til umsóknar starf ritara hjá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita bs. Um framtíðarstarf er að ræða í 100% starfshlutfalli. Starfs- og ábyrgðarsvið: • Móttaka gagna og skjalaumsjón • Ráðgjöf og upplýsingagjöf við umsækjendur í síma og tölvupósti • Samskipti og bréfaskrif við opinberar stofnanir • Reikningagerð • Önnur tilfallandi störf í samráði við yfirmann Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun …

Ganga niður gljúfur Stóru-Laxár

evaadmin Nýjar fréttir

Atvinnu-, ferða- og menningarnefnd Hrunamannahrepps hefur í sumar boðið upp á fjölbreyttar og skemmtilegar gönguferðir um Hrunamannahrepp. Þetta er 21. sumarið sem boðið er upp á þessar ferðir. Ferðirnar eru alls átta.  Frítt hefur verið í allar kvöldgöngurnar en innheimt er fyrir akstur í dagsgöngunum. Leiðsögumenn í ferðunum í samvinnu við heimafólk eru þau Helgi Már Gunnarsson og Kolbrún Haraldsdóttir, …

Nýr sveitarstjóri hefur tekið til starfa

evaadmin Nýjar fréttir

Nýr sveitarstjóri, Aldís Hafsteinsdóttir, tók til starfa í liðinni viku. Aldís hefur verið bæjarstjóri Hveragerðisbæjar síðastliðin sextán ár og er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hefur hún því víðtæka reynslu af þeim fjölbreyttu verkefnum sem sveitarfélög sinna. „í sumar hef ég notað tímann til búa mig undir starf sveitarstjóra hér í Hrunamannahreppi. Hef ekið hér um sveitir og kynnt mér umhverfið …

Fjör á Flúðum um Verslunarmannahelgina

evaadmin Nýjar fréttir

Fjölskyldu- og bæjarhátíðin ,,Flúðir um Versló 2022″ fer fram um Verslunarmannahelgina á Flúðum í Hrunamannahreppi. Dagskráin er með glæsilegra móti og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Gestir eru hvattir til að taka þátt í sem flestum viðburðum og njóta um leið fallegrar náttúru og þeirrar fjölbreyttu þjónustu og afþreyingar sem í boði er á Flúðum og …