Plastlaus vika í september

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Umhverfis Suðurland er áhersluverkefni og sameiginlegt átak sveitarfélaganna fjórtán á Suðurlandi með Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Það gengur út á öflugt árverkni- og hreinsunarátak þar sem íbúar, fyrirtæki og sveitarfélög í landshlutanum eru hvött til enn meiri flokkunar og endurvinnslu en nú er, auk þess sem ráðist verður í almenna tiltekt í landshlutanum í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Átakið …

Fjallferðir og réttir 2018

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Hrunaréttir hefjast klukkan 10:00 föstudaginn 14. september. Fyrra safn leggur af stað laugardaginn 8. september og eftirsafnið leggur af stað 10-14 dögum eftir réttir og er Þorsteinn Loftsson kóngur í eftirsafni. Einhverjar tafir verða á umferð á vegum frá Tungufelli að Hrunaréttum fimmtudaginn 13. september eftir hádegi. Föstudaginn 14. september, Réttardaginn verða tafir á umferð frá Hrunaréttum milli klukkan 12:00 …

Rafmagnslaust í Hrunamannahreppi, Frá Götu að Hólakoti

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Rafmagnslaust verður frá Götu að Hólakoti Hrunamannahreppi 30.08.2018 frá kl 13:00 til kl 16:00 vegna tengivinnu. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890.

Matarkistan Hrunamannahreppur

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Matarkistan HrunamannahreppurUppskeruhátíð laugardaginn 1. september 2018 Hrunakirkja  Uppskerumessa í Hrunakirkju kl. 11:00 á laugardag.Leikir og grill eftir messu. Allir velkomnir. Félagsheimilið á Flúðum. Matarkistan markaður kl. 12:00-17:00Matvæli úr sveitinni. Ferskt grænmeti og góðgæti beint frá býli, Kjöt frá koti, kræsingar í krukkum, bakkelsi, handverk o.fl.Kvenfélagið með vöfflukaffi og kleinusölu í veitingastofu. Bjarkarhlíð Flúðum opið hús og garðurAnna Magnúsdóttir handverkskona býður gesti …

Fyrstu áföngum í lagningu á ljósleiðara lokið

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Eftir vel sóttan fund í gær, miðvikudaginn 15. ágúst, þar sem íbúum gafst tækifæri á að kynna sér þá þjónustu og tilboð sem fjarskiptafélög bjóða íbúum í dreifbýlinu, er komið að því að fyrstu notendur geta byrjað að nota kerfið. Lagning á ljósleiðara í dreifðum byggðum gengur samkvæmt áætlun. Fyrstu tveimur áföngum verkefnisins er lokið og samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar geta …

Dýragámurinn á Gámasvæðinu á Flúðum

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Dýragámurinn á Gámasvæðinu var tekinn tímabundið af svæðinu. Hann er í viðgerð vegna skemmda sem gerðar voru á honum. Hann verður aftur færður á svæðið þegar vara hlutir í hann hafa borist og vonandi verður það innan tíðar.

Hrunaljós- Þjónustufundur – ljósleiðari

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Kynningarfundur með  fjarskiptafélögum verður haldinn í Félagsheimili Hrunamanna miðvikudaginn 15. ágúst á milli kl.: 16:00 og 20:00 Á fundinum er þjónustuveitum gefinn kostur á að kynna sínar vörur fyrir íbúum. Þetta er kærkomið tækifæri til þess að bera saman það sem í boði er, hitta fulltrúa fjarskiptafélaga og spá í hlutina. Þó svo að einhver tími líði þar til að …