Byggðafesta og búferlaflutningar : Könnun

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir, Uncategorized

Byggðastofnun hefur sett af stað könnun sem ber heitið Byggðafesta og búferlaflutningar: Sveitir og strjálbýli. Könnuninni er ætlað að safna margvíslegum upplýsingum sem aukið geta skilning á málefnum sveitasamfélaga og strjálbýlis og stutt við stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Viljum við hvetja íbúa sem eru búsettir í póstnúmeri 846 að taka þátt: Könnunina má má nálgast hér: www.byggdir.is

Hrós til íbúa Hrunamannahrepps

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Borist hefur hrós til íbúa Hrunamannahrepps frá hirðingaraðila um góða flokkun í pappagámnum, þetta er í annað sinn síðan í haust sem afar góð umgengni er við gáminn. Megi íbúar hreppsins og gestir eiga þakkir skildar og vonandi skilar þetta sér í lægri kostnaði við þennan málaflokk.

Ísland Plokkar ! Stóri plokkdagurinn 25. apríl

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Stóri plokkdagurinn verður haldinn um allt land á laugardaginn 25. apríl næstkomandi. Viljum við endilega hvetja íbúa til að skella sér út í góðan heilsubótargöngutúr og snyrta umhverfið í leiðinni enda er ýmislegt sem hefur farið á flakk í vetur eftir mikið hvassviðri vetrarins. Þannig má slá tvær flugur í einu höggi, bæta heilsu og umhverfiJ Gámasvæðið er opið frá …

Refa- og minkaveiði

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Auglýst er eftir áhugasömum aðila eða aðilum til að taka að sér refa- og minkaveiði í Hrunamannahreppi.  Um er að ræða leit á grenjum vegns refs vorið og sumarið 2020 og eftir atvikum vetrarveiði á ref og veiðar á mink eftir aðstæðum.   Veiðisvæðið er neðri hluti Hrunamannahrepps.  Veiðin og grenjaleitin skal unnin í samvinnu við aðra ráðna veiðimenn sveitarfélagsins. Kröfur …

Tilnefningar til umhverfisverðlauna Hrunamannahrepps 2020

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Umhverfisnefnd óskar eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Hrunamannahrepps fyrir árið 2020. Hægt er að tilnefna einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og félagastarfsemi fyrir störf í þágu umhverfis í nær eða fjærumhverfi. Tilnefningar ásamt smá rökstuðningi óskast sendar á netfangið umhverfisnefnd@fludir.is fyrir 1. maí 2020. Einnig er hægt að skila tilnefningum í gegnum facebooksíðu Hrunamannahrepps í einkaskilaboðum. Umhverfisverðlaunin verða afhent 17. júní. Umhverfisnefnd Hrunamannahrepps

Fyrstu aðgerðir Sveitarstjórnar vegna Covid-19 faraldurs

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Breytingar á gjalddögum fasteigna- og fasteignatengdra gjalda: Fyrirtæki og íbúar í sveitarfélaginu sem hafa orðið fyrir verulegum áhrifum vegna Covid-19 geta óskað eftir því að fá frestun á eindögum fasteignagjalda næstu þriggja mánaða. Þeir sem hyggjast nýta sér þessar aðgerðir er bent á að hafa samband við skrifstofu Hrunamannhrepps í síma 486-6600 eða með tölvupósti á hruni@fludir.is. Tímabundin niðurfelling gjalda …

Auglýsingar um Heimaland, Vinnuskóla og Hvatagreiðslur

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Íbúð til leigu í Heimalandi. Laus er til umsóknar íbúð fyrir eldri borgara, í Heimalandi á Flúðum. Skoðað verður með tímabundna almenna útleigu ef ekki berast umsóknir fyrir 24. apríl nk. Áhugasamir hafi samband við skrifstofu Hrunamannahrepps í síma 480 6600 eða á netfang: hruni@fludir.is Vinnuskóli Verður starfræktur  frá 8. júní til og með 9. júlí í sumar. Miðað er …

SASS upplýsingar um aðgerðir og þjónustu í tengslum við Covid-19

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Á þessum fordæmalausu tímum vegna COVID -19 faraldursins eru fjöldi fyrirtækja í óvissu með rekstur sinn. Stjórnvöld hafa kynnt ýmis úrræði til að reyna að koma til móts við fyrirtæki og einstaklinga á meðan á þessu ástandi stendur. Það er krefjandi að takast á við óvissutíma sem þessa og skiljanlega eru margir áhyggjufullir varðandi framhaldið. Á vegum SASS starfa ráðgjafar sem eru …

Fyrstu aðgerðir Hrunamannahrepps varðandi áhrifa Covid-19

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Breytingar á gjalddögum fasteigna- og fasteignatengdra gjalda: Fyrirtæki og íbúar í sveitarfélaginu sem hafa orðið fyrir verulegum áhrifum vegna Covid-19 geta óskað eftir því að fá frestun á eindögum fasteignagjalda næstu þriggja mánaða. Þeir sem hyggjast nýta sér þessar aðgerðir er bent á að hafa samband við skrifstofu Hrunamannhrepps í síma 486-6600 eða með tölvupósti á hruni@fludir.is.