Skipulagsauglýsing UTU, 8. september 2021

evaadmin Nýjar fréttir

Meðfylgjandi er skipulagsauglýsing UTU sem birtist þann 8.september 2021. Hún birtist þann dag í Dagskránni, Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu. Auk þess birtist hún á heimasíðu UTU https://www.utu.is/   Þetta eru mál í Ásahreppi, Bláskógabyggð, Flóahreppi, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Hrunaréttir

evaadmin Nýjar fréttir

Hrunaréttir verða föstudaginn 10.september.  Í ár líkt og í fyrra verða réttir með óhefðbundnu sniði vegna Covid 19.  Við réttarstörf gilda 300 manna fjöldatakmarkanir og á það við um fullorðna og börn fædd 2015 og fyrr.  Börn fædd 2016 og síðar eru undanskilin fjöldatakmörkunum.  Landbúnaðarnefnd hefur reiknað út fjölda manna sem hver fjáreigandi má hafa við réttarstörf, með tilliti til …

Nýjar gjaldskrár UTU bs.

evaadmin Nýjar fréttir, Uncategorized

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. hefur gefið út tvær nýjar gjaldskrár vegna þjónustu embættisins.  Í stað einnar gjaldskrár áður hefur henni nú verið skipt upp í tvennt, annars vegar vegna þjónustu byggingarfulltrúa og hins vegar vegna þjónustu skipulagsfulltrúa.

Kjörskrá og kjörfundur vegna Alþingiskosninga 25. september 2021

evaadmin Nýjar fréttir

  Kjörskrá. Kjörskrá fyrir sveitarfélagið Hrunamannahrepp vegna Alþingiskosninga 25. september 2021, liggur frammi á skrifstofu Hrunamannahrepps frá 13. september  til kjördags á opnunartíma skrifstofunnar, kl: 09:00-12:00 og 13:00-16:00,föstudaga frá kl: 09:00-12:00. Sveitarstjóri Hrunamannahrepps.

Starfsfólk óskast – Félagsmiðstöðin Zero

evaadmin Nýjar fréttir, Uncategorized

Félagsmiðstöðin Zero óskar eftir starfsfólki til að starfa með forstöðumanni á fimmtudagskvöldum þegar að félagsmiðstöðin er opin. Umsækjandi verður að vera orðin 18 ára og sýna jákvæðni, sveigjanleika og lipurð í samskiptum. Virk þátttaka ungmenna í félagsstarfi er til þess fallin að auka félagslega hæfni, þroska og jákvæða sjálfsmynd þeirra. Því er mikilvægt að starfsfólk geti skapað andrúmsloft þar sem …