Auglýsing um nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendu

evaadmin Nýjar fréttir

Hrunamannahreppur auglýsir eftir leigutökum með það að sjónarmiði að nýta lóðir innan þjóðlendumarka Hrunamannaafréttar. Leyfi Hrunamannahrepps þarf til að nýta land og landsréttindi á svæðinu, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlenda og afrétta. Jafnframt þarf samþykki forsætisráðuneytisins þar sem umrædd nýting á að vara lengur en til eins árs, sbr. 2. …

Landssamtökin Þroskahjálp

evaadmin Nýjar fréttir

Við viljum vekja athygli á að Landssamtökin Þroskahjálp eiga og reka heilsárshús á Flúðum sem nefnist Daðahús. Daðahús er að Akurgerði 10 á Flúðum. sjá staðsetningu á meðfylgjandi slóð : https://ja.is/?q=Akurger%C3%B0i%2010,%20Fl%C3%BA%C3%B0um.   Opið er fyrir bókun í Daðahús fram til maí sjá vef Þroskahjálpar: https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/dadahus Húsið hefur verið mikið nýtt á sumrin en samtökin vilja sérstaklega vekja athygli á vetrarleigu, …

Heimgreiðslur teknar upp

evaadmin Nýjar fréttir

  Samþykkt hefur verið af sveitarstjórn að Hrunamannahreppur greiði sérstakar heimgreiðslur til foreldra og forráðamanna barna sem ekki eru í leikskóla frá 12 mánaða aldri og þar til barni er boðin leikskóladvöl. Skilyrði fyrir greiðslum er að barn sé á biðlista eftir leikskólaplássi. Heimgreiðslur eru greiddar frá þeim degi sem barn nær 12 mánaða aldri og þær falla niður þann …

Jólamarkaður 3. desember í Félagsheimilinu

evaadmin Nýjar fréttir

Atvinnu-, ferða og menningarnefnd Hrunamannahrepps stendur fyrir jólamarkaði í samvinnu við fjölda einstaklinga og fyrirtækja.   Markaðurinn verður í Félagsheimili Hrunamanna Laugardaginn 3. desember frá kl: 14:00 – 16:00. – Vöfflur og heitt kakó til sölu á meðan markaðurinn er. -Fríða Hansen mætir kl 15:00 og syngur ljúfa jólatóna.   Bókasafnið verður opið á meðan markaðurinn er svo það er …

Helmings lækkun á tryggingaiðgjöldum Hrunamannarhrepps.

evaadmin Nýjar fréttir

Samið var nýlega við fyrirtækið Consello um að það tæki að sér gerð útboðsgagna varðandi vátryggingar og færi einnig yfir vátryggingar Hrunamannahrepps og tengdra aðila með það fyrir augum að bæta vátryggingarvernd. Í framhaldinu var auglýst útboð á öllum vátryggingum Hrunamannahrepps og Hitaveitu Flúða. Fjögur tilboð bárust og reyndist  tilboð frá Verði tryggingum hf lægst þeirra.   Tilboð lægstbjóðanda nam …

Gullna hringborðið sett á laggirnar

evaadmin Nýjar fréttir

Nýr samráðsvettvangur um þróun ferðaþjónustu sem tengist Gullna hringnum, Gullna hringborðið, hefur tekið til starfa. Fyrsti fundur var haldinn á Þingvöllum í gestastofunni á Hakinu. Þar komu saman fulltrúar opinberra stofnana sem fara með málefni tengd Gullna hringnum þ.e. fulltrúar frá menningar- og viðskiptaráðuneyti, Umhverfisstofnun, Þingvallaþjóðgarði, Vegagerðinni, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi og Hrunamannahreppi. Ráðgjafi frá RATA sá um fundarstjórn og …

Skóflustunga og undirritun samnings vegna íbúðakjarna

evaadmin Nýjar fréttir

Fyrsta skóflustunga að íbúðakjarna fyrir fatlað fólk að Nautahaga 2 var tekin föstudaginn 18. nóvember. Í kjölfarið var samningur Mineral ehf og Arnardrangs hses undirritaður í Grænumörk. Með ákvörðun stjórnar Bergrisans og samþykkis aðildarsveitarfélaga var ákveðið að ráðast í stofnun hses félags en það rekstrarfyrirkomulag miðar að sjálfbærni byggingar og reksturs húsnæðis fyrir fatlað fólk. Málaflokkur fatlaðs fólks var fluttur …

Pésinn í Nóvember – Pistill sveitarstjóra

evaadmin Nýjar fréttir

Í nóvemberskýrslu Þjóðskrár kemur fram að íbúum hefur fjölgað í Hrunamannahreppi um 45 frá 1. desember 2021 en íbúar eru nú 873 talsins. Nemur fjölgunin 5,4% á ársgrundvelli sem er vel yfir landsmeðaltali sem er um 2,5% á sama tímabili. Ekki er ólíklegt að þessi þróun muni halda áfram þar sem framundan er tímabil uppbyggingar í sveitarfélaginu. Framkvæmdir hefjast Nú …

Undirritun verksamnings milli Hrunamannahrepps og Gröfutækni

evaadmin Nýjar fréttir

Undirritun verksamnings milli Hrunamannahrepps og Gröfutækni ehf sem átti lægsta tilboð í gatnagerð fyrsta áfanga “Byggð á bríkum”. – Úthlutun lóða mun fara fram að undangenginni auglýsingu öðru hvoru megin við næstu áramót. – Væntanlegir lóðarhafar geta byrjað framkvæmdir júní/júlí 2023

Sorphirðudagatal uppfært

evaadmin Nýjar fréttir

Sorphirðudagatal fyrir nóvember mánuð var ekki rétt og færast losanir fram um eina viku. Losun á plasti og pappa verður dagana  2. – 3. nóvember Losun á lífrænu og almennu rusli verður dagana 9. – 10. nóvember. Í desember verða losanir skv. Sorphirdudagatali