Uppskeruhátíð í Hrunamannahreppi 31. ágúst 2019

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Hin árlega Uppskeruhátíð í Hrunamannahreppi verður haldin laugardaginn 31. ágúst. Fjölbreytt dagskrá á Flúðum og nágrenni. Uppskerumessa í Hrunakirkju. Markaður í félagsheimilinu Flúðum, ferskt grænmeti, kjöt, bakkelsi, handverk og góðgæti beint frá býli. Opin hús, söfn og sýningar. Veitingastaðir með alls kyns tilboð. Opna íslenska grænmetismótið í golfi. Fótboltagolf, frisbígolf, sund og ærslabelgur. Sjá dagskrá Uppskeruhátíð 2019

Strætó – Nemakort fyrir nemendur

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

NEMAKORT. Nemendur með lögheimili á Suðurlandi sem stunda nám á höfuðborgarsvæðinu geta keypt sér Nemakort hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Kortið gildir eina önn innan svæðis á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu.

Hófleg kaldavatnsnotkun

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Kaldavatnsveitan hefur verið undir miklu álagi undanferið vegna þurrka.  Veitustjórn vill beina því til notenda vatnsveitunnar að umgangast vatnsauðlindina af virðingu og vera ekki með óþarfa notkun.