Matarkistan Hrunamannahreppur

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Matarkistan HrunamannahreppurUppskeruhátíð laugardaginn 1. september 2018 Hrunakirkja  Uppskerumessa í Hrunakirkju kl. 11:00 á laugardag.Leikir og grill eftir messu. Allir velkomnir. Félagsheimilið á Flúðum. Matarkistan markaður kl. 12:00-17:00Matvæli úr sveitinni. Ferskt grænmeti og góðgæti beint frá býli, Kjöt frá koti, kræsingar í krukkum, bakkelsi, handverk o.fl.Kvenfélagið með vöfflukaffi og kleinusölu í veitingastofu. Bjarkarhlíð Flúðum opið hús og garðurAnna Magnúsdóttir handverkskona býður gesti …

Fyrstu áföngum í lagningu á ljósleiðara lokið

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Eftir vel sóttan fund í gær, miðvikudaginn 15. ágúst, þar sem íbúum gafst tækifæri á að kynna sér þá þjónustu og tilboð sem fjarskiptafélög bjóða íbúum í dreifbýlinu, er komið að því að fyrstu notendur geta byrjað að nota kerfið. Lagning á ljósleiðara í dreifðum byggðum gengur samkvæmt áætlun. Fyrstu tveimur áföngum verkefnisins er lokið og samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar geta …

Dýragámurinn á Gámasvæðinu á Flúðum

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Dýragámurinn á Gámasvæðinu var tekinn tímabundið af svæðinu. Hann er í viðgerð vegna skemmda sem gerðar voru á honum. Hann verður aftur færður á svæðið þegar vara hlutir í hann hafa borist og vonandi verður það innan tíðar.

Hrunaljós- Þjónustufundur – ljósleiðari

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Kynningarfundur með  fjarskiptafélögum verður haldinn í Félagsheimili Hrunamanna miðvikudaginn 15. ágúst á milli kl.: 16:00 og 20:00 Á fundinum er þjónustuveitum gefinn kostur á að kynna sínar vörur fyrir íbúum. Þetta er kærkomið tækifæri til þess að bera saman það sem í boði er, hitta fulltrúa fjarskiptafélaga og spá í hlutina. Þó svo að einhver tími líði þar til að …

Fundur um þjóðgarð á hálendinu 27. ágúst í Árnesi

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Fundur um þjóðgarð á hálendinu 27 ágúst í Árnesi.   Umhverfis- og auðlindaráðuneytið boðar til fundar um þjóðgarð á miðhálendi Íslands í Félagsheimilinu Árnesi mánudaginn 27 ágúst. Kl 17:00.     Formaður miðhálendisnefndar Óli Halldórsson kynnir verkefni nefndarinnar og fer yfir tímarás verkefnisins. Að framsögu hans lokinni mun hann leitast við að svara fyrirspurnum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Auglýsing um skipulagsmál; Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi   Aðalskipulagsmál Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: Breyting á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020, frístundasvæði merkt F14a úr landi Syðri-Brúar. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi 16. maí 2018 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og …

Verslunarmannahelgin á Flúðum 2018 – Dagskrá

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Sonus Viðburðir í samstarfi við Egils Appelsín & Gull léttöl kynnir: — Flúðir um Versló 2018 — Stærsta Fjölskyldu- og Tónlistarhátíðin á Suðurlandi (á meginlandinu allavega) Stórkostleg dagskrá fyrir ALLA fjölskylduna ALLA verslunarmannahelgina. Allir finna eitthvað við sitt hæfi í gullfallegu umhverfi og geggjuðu veðri.. (krossum fingur) Allar nánari upplýsingar er að finna á viðburðinum á facebook og á SnapChat …

Umhverfisverðlaun Hrunamannahrepps

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Á 17.júní hátíðarhöldunum voru afhent umhverfisverðlaun Hrunamannahrepps. Það er umhverfisnefnd Hrunamannhrepps sem sér um tilnefninguna. Í ár voru það Nína Faryna og Yaroslav Krayduba sem fengu verðlaun fyrir garðinn sinn og umhverfi við húsið sitt í Ásastíg 12 b. Hér er greinagerð sem frá umhverfisnefnd sem fylgdi verðlaununum. Garðurinn ber þess merki að það sé vel hugsað um hann. Glæsileg …