Tónleikum aflýst

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Fyrirhuguðum tónleikum Karlakórs Hreppamanna, Vörðukórsins og Söngsveitar Hveragerðis, er halda átti þann 19. febrúar í Félagsheimili Hrunamanna er aflýst. Stjórn KHH

Uppsveitadeild æskunnar – úrslit Smali

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Laugardaginn 14 febrúar fór fram fyrsta mótið í Uppsveitadeild Æskunnar í Reiðhöllinni á Flúðum. Keppt var í smala og voru 30 börn og unglingar skráðir til leiks. Ekki voru þau síðri tilþrifin í dag en í gærkvöldi og stóðu krakkarnir sig vægast sagt frábærlega. Reiðmennska var til fyrirmyndar og allir gerðu sitt besta í harðri keppni og veit þetta á gott varðandi framhaldið í deildinni en næsta mót er laugardaginn 5 mars næstkomandi og þá verður keppt í fjórgangi.

Breyting á gjaldskrá leikskólans Undralands

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Á síðasta fundi hreppsnefndar var staðfest ákvörðun fræðslunefndar um gjald sem rukkað verður ef börn eru sótt of seint úr leikskólanum.Hér er bókun hreppsnefndar vegna málsins: 1.    Fræðslunefnd. 4. fundur vegna Leikskólans Undralands frá 26. janúar s.l. Fræðslunefndarmenn kynntu 4. fund fræðslunefndar vegna leikskólans. Þar er m.a. fjallað um skýrslu leikskólastjóra, starfsmannamál, rekstrarniðurstöðu 2010, erindisbréf, undanþágubeiðnir vegna vistunar yngri barna, …

Menningarráð Suðurlands auglýsir.

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Menningarráð Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki

 

Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi geta sótt um styrki en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag. Heimilt er að sækja um styrk til verkefna sem umsækjandi er þegar byrjaður að vinna í.

Menningarráð Suðurlands hefur ákveðið að árið 2011 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:

Þorrablót 2011

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Þorrablót verður haldið laugardaginn 29. janúar 2011 í Félagsheimili Hrunamanna. Meiri upplýsingar hér.

Starfskraftur óskast í eldhús á Geysi í Haukadal.

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Starfskraftur óskast í eldhús á Geysi í Haukadal. Um er að ræða fullt starf og æskilegt að viðkomandi sé snyrtilegur í umgengni og hafi reynslu af matargerð. Húsnæði möguleiki á svæðinu. Umsókn berist á netfangið  elmar@geysirshops.is

Pési desember 2010

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Nú er desember Pésinn kominn út og það sem kemur fram í honum er þar á meðal…   Skötu- og saltfiskveisla á Grund. Opnunartími Samkaups í desember. Hrunaspjall.. Flugeldasala Eyvindar. Söngvakeppni Samfés Og marg fleira… Hægt er að nálgast Pésann Hér.