Strætó á Suðurlandi

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Strætó á Suðurlandi

Reykjavík, 30. desember 2011

Frá og með 2. janúar verður hægt að ferðast um Suðurland með strætó, allt frá Reykjavík og austur á Höfn í Hornafirði. Þetta er liður í stórfelldri stækkun þjónustusvæðis Strætó bs. í samstarfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Eitt samtengt leiðakerfi verður allt frá Höfn í Hornafirði og til Reykjavíkur, um uppsveitir Árnessýslu, niður í Þorlákshöfn og Landeyjahöfn. Þessi breyting felur m.a. í sér að fleiri Sunnlendingar eiga möguleika á að sækja vinnu til höfuðborgarsvæðisins og gagnkvæmt.

Fargjöld verða lægri og tímaáætlanir leiðanna verða samræmdar, svo farþegar komist hraðar á milli staða. Suðurlandi er skipt í mismunandi gjaldsvæði og fargjöld miðast við fjölda gjaldsvæða sem farið er um. Tímatöflur allra nýju leiðanna verða aðgengilegar á vef Strætó fyrir áramót og þar verður einnig að finna reiknivél sem reiknar út fargjöld með tilliti til lengdar ferðar og mismunandi fargjaldaforma.

Kertaljósatónleikar

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Kertaljósatónleikar Föstudaginn, 30 desember 2011 kl.21 í Hrunakirkju Komið og eigið notalega samveru í fallegu kirkjunni okkar næst síðasta dag ársins með þægilegri tónlist í góðum félagsskap. Flutt verða jólalög í bland við fleiri falleg sem henta kertaljósa stemningu.  Aðgangur er ókeypis en við hvetjum ykkur til að koma með nokkrar auka krónur sem renna í “Sjóðinn Góða”. Sjóðurinn er …

Staðsetning rotþróa

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Vakin er athygli á að vegna fyrirhugaðrar hreinsunar rotþróa í sveitarfélaginu á næsta ári, eru starfsmenn Hrunamannahrepps á ferðinni um sveitina að staðsetja rotþrær við íbúðar-og sumarhús. Vinsamlegast greiðið götu þeirra svo sem kostur er Starfsfólk Hrunamannahrepps

Umsjón fjallaskála á Hrunamannaafrétti

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Auglýst er eftir áhugasömum aðila til að taka að sér umsjón og rekstur fjallaskálanna á Hrunamannaafrétti. Í því felst að sjá um útleigu húsanna, markaðssetningu, viðhald og rekstur auk heysölu og fær viðkomandi þær tekjur, sem inn koma. Útleigutími húsanna er frá 1. júní til 1. september. Umsóknarfrestur er til 15. janúar nk og skal umsóknum skilað á Skrifstofu Hrunamannahrepps. …

Óskað eftir ábendingum vegna landsáætlunar um úrgang

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Umhverfisráðuneytið óskar eftir tillögum og ábendingum frá almenningi og hagsmunaaðilum vegna landsáætlunar um úrgang 2012 – 2023 en gerð hennar stendur nú yfir. Áætlunin mun geyma stefnu stjórnvalda í úrgangsmálum auk þess að tilgreina stöðu úrgangsmála í landinu.

Landsáætlunin tekur til hvers kyns úrgangsmála, hvort sem um er að ræða hvernig auðvelda eigi almenningi flokkun úrgangs, hvernig standa skuli að endurvinnslu, hvernig bæta skuli nýtingu hráefna eða hvernig koma skuli í veg fyrir myndun úrgangs og þar með urðun, svo fátt eitt sé nefnt. Þannig getur áætlunin kveðið á um hvort gera eigi almenningi kleift að skila flokkuðum úrgangi í tunnu við hvert heimili eða jafnvel í næstu verslun; hvort taka eigi upp skilagjald á fleiri úrgangsflokkum en einnota drykkjarvöruumbúðum og bifreiðum; hvort banna eigi notkun plastpoka og hvort hægt sé að draga úr matarúrgangi með einhverjum tilteknum aðgerðum.

Mánudagskvöld í Skálholti

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Mánudagskvöld í Skálholti

Tónleikar í Skálholtsdómkirkju

Mánudaginn 7. nóvember kl. 20:00

Tónlist verður flutt í minningu Jóns og sona hans, Björns og Ara,
en þeir feðgar voru líflátnir í Skálholti þann 7. nóvember árið 1550.
Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti
flytur ávarp í minningu Jóns Arasonar
og mun einnig lesa ljóð eftir þetta mikla skáld.
Fram koma Skálholtskórinn undir stjórn Jóns Bjarnasonar, Kammerkór Akraness undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar
og Margrét Bóasdóttir sópransöngkona.

Auglýsing um styrki vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Auglýsing um styrki vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra

Velferðarþjónusta Árnesþings vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra og reglugerðar nr. 550/1994 um styrki vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra.

 

Skv. reglugerðinni er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra- og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðum að skapa sér atvinnu.

Neyðarkalla sala í Hrunamannahreppi

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Neyðarkalla sala í Hrunamannahreppi Hin árlega neyðarkalla sala mun fara framm í Hrunamannahreppi helgina 4-5 nóv Verður unglingadeildinn Vindur á ferðinni á laugardaginn og gengur í hús í hreppnum. Einnig verðum við í búðinni á föstudaginn og laugardaginn. Kallinn kostar 1500 kr og verðum með posa í búðinni. Með kærri neyðarkallakveðju Björunnarfélagið Eyvindur og Unglingadeildinn Vindur

Vinnuverndarvikan 2011

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Vinnuverndarvikan 2011 – Ráðstefna 25. okt. nk.

Markmiðið með vinnuverndarvikunni er að vekja athygli á ákveðnum þáttum í vinnuumhverfinu í þeim tilgangi að gera vinnustaðina heilsusamlegri og öruggari. Eins og árið 2010 beinist kastljósið að öryggi við viðhaldsvinnu.
Á ráðstefnunni sem fram fer í Gullteig A-sal, verða flutt áhugaverð erindi og efni sem fjalla um öryggi við viðhaldsvinnu. Einnig verða veittar viðurkenningar til fyrirtækja sem talin eru standa

Safnahelgi

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

SAFNAHELGI Á SUÐURLANDI Safnahelgin verður haldin í fjórða skipti 4.-6. nóvember. Söfn, setur, veitingastaðir, kaffihús, listamenn, handverksfólk, sýningarsvæði og allir sem hafa áhuga geta verið með. Skrá þarf þátttöku þar sem eftirfarandi kemur fram: Hvar viðburðurinn verður: Hvenær: Heiti: Lýsing (1-2 setningar): Tengiliður, nafn, síma, netfang og heimasiða Frestur til að skrá sig til þátttöku er til 11. október og …