Gaman á öskudaginn

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Það var mikið um að vera hjá börnunum í Hrunamannahreppi á öskudaginn. Gengið var á milli fyrirtækja og stofnana og sungið. Söngvararnir voru gjarnan verðlaunaðir með örlitlu sælgæti. Söngvarnir voru að ýmsu tagi. Gamla Bellman lagið gamli Nói var gríðarlega vinsælt og ýmsir textar voru sungnir við lagið. Þá heyrðust ættjarðarlög, Evrovitionlög – Bubbalög og jafnvel lög sem karlakórinn hefur …

Flúðaskóli hlýtur menntaverðlaun Suðurlands

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

,,Sigurlið“ Flúðaskóla ásamt Guðrúnu Pétursdóttur skólastjóra og Eydísi Indriðadóttur sem er formaður menntanefndar SASS Það var flaggað við hreppsskrifstouna á Flúðum í dag. Ástæðan var sú að Flúðaskóli hlaut menntaverðlaun Suðurlands. Verðlaunin hlýtur skólinn fyrir verkefnið Lesið í skóginn. Verðlaunin voru afhent síðdegis á hátíðarfundi Fræðslunets Suðurlands. Það er menningar- og menntamálanefnd Sass sem veitir þessu verðlaun og afhenti formaður …

Þorra-Pési mættur á svæðið

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Nýr Pési er kominn út og vill hann að þessu sinni kenna sig við þorrann enda myndir af þorramat og þorrafólki að skemmta sér á þorrablóti. En þrátt fyrir allan þennan þorra er ýmislegt fleira í Pésanum, svo sem: Menntaverðlaun Suðurlands Ný fyrirtæki á svæðinu Hjónaball og kosninar um…. Uppsveitamótið Íþróttafréttir Kóraféttir Auglýsingar og margt fleira. Kíkið á þorra-Pésann ef …

Fjör á þorrablóti

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Það var glatt á hjalla á þorrabóti sem Kvenfélag Hrunamannahrepps hélt um síðustu helgi. Hér má sjá nokkrar myndir frá blótinu þar sem fólk skemmti sér hið besta. Ekki var annað að sjá en útlendingar sem hér búa skemmtu sér ekki síður en heimamenn og nutu allir rammíslensks matar.  

Falleg vetrarmynd frá Flúðum

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Veðráttan hefur leikið við okkur í vetur. Þessa fallegu mynd tók Hannibal Kjartansson, veitustjóri. Það er mikil náttúrufegurð á Flúðum hvort heldur er að vetri eða sumri. Hver árstíð hefur sína töfra.

Hreppsnefnd samþykkir ályktun vegna virkjunar í neðri Þjórsá

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Hreppsnefnd Hrunamannahrepps samþykkir eftirfarandi ályktun á fundi sínum 3. febrúar 2010 vegna synjunar Umhverfisráðherra á staðfestingu skipulagsbreytingum sem snúa að virkjunum í neðri Þjórsá. Annars vegar er um að ræða tillögu að breytingu á skipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps og hins vegar aðalskipulag Flóahrepps 2006-2018 sem ráðuneytið samþykkir að öðru leyti en því sem snýr að virkjunum í neðri Þjórsár. Hreppsnefnd …

Ný verslun og ekkert kreppuvæl!

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Jóhann Unnar Guðmundsson lætur sér ekki nægja að flytja vörur í uppsveitirnar, eða keyra leigubíl á kvöldin heldur hefur hann ákveðið að opna Byggingarvöruverslun undir merkjum Múrbúðarinnar hér á Flúðum. Ef allt gengur eftir mun verslunin opna í húsnæði Unnars í  að Smiðjustíg 6a. Múrbúðin er þekkt fyrir lágt vöruverð og skemmtilegar auglýsingar á verði og vöruframboði. Það er ánægjulegt …

Flúða-taxi…nýtt fyrirtæki í hreppnum

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Það er alltaf ánægjulegt þegar ný fyrirtæki eru stofnuð í hreppnum. Jóhann Unnar Guðmundsson hefur fest kaup á leigubíl sem tekur 8 farþega. Númerið á leigubílastöðinni er 893-1462. Þetta er náttúrulega frábær þjónusta í ekki stærra samfélagi en okkar. Áður hafði Árni Hjaltason staðið um tíma fyrir leigubílastarfsemi  einnig  Daníel Halldórsson og þar á undan Sigurjón  Kristinn Guðmannsson sem hóf …

Björgunarfélagið eignast hjartastuðtæki

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Mynd þessi sem tekin er af Sigurði Sigmundssyni þegar Kvenfélag Hrunamannahrepps afhenti Björgunarfélaginu Eyvindi í Hrunamannahreppi  hjartastuðtæki.  Tækið er mikið öryggistæki en íbúar sveitarfélagsins eru um 800 auk þess sem fjölmörg frístundahús eru í hreppnum. Kvenfélagið styrkti kaup á þessu tæki, með því að láta allan ágóða af veitingasölu á aðventuhátíð sem haldin var í desember s.l. Þá lögðu velunnar …

Bóndadagurinn

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

  Bóndadagurinn er í dag. Það er mikill uppskerutími blómaframleiðenda. Á myndinni sem Sigurður Sigmudsson blaðamaður tók er Emil Gunnlaugsson en hann er sá blómaframleiðandi sem lengst hefur starfað á Íslandi sem blómaræktandi. Fyrirtæki hans heitir Land og synir og er starfrækt á Flúðum. Hann hóf blómaræktun árið 1956 og er einn af landnámsmönnunum á Flúðum. Synir Emils sem starfa …