Borgarafundur í Sunnulækjarskóla laugardag kl.14.00

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Til aðildarsveitarfélaga og þingmanna Suðurkjördæmis.   Á fundi bæjarráðs Árborgar í dag 7. október var eftirfarandi bókað um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.   Bæjarráð Árborgar mótmæla harðlega þeim niðurskurði sem boðaður er í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011 á rekstrarframlögum til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Verði frumvarp að fjárlögum samþykkt af Alþingi mun nauðsynleg grunnþjónusta við íbúa á Suðurlandi verða skert verulega, en …

Atvinnulífsfundir í Uppsveitum Árnessýslu

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Atvinnulífsfundir  í  Uppsveitum Árnessýslu verða haldnir á eftirtöldum stöðum í október Aratungu  mánudaginn 11. október kl. 14:00 – 16:00 Árnesi  þriðjudaginn 12. október kl. 13:00 – 15:00 Flúðum þriðjudaginn  12. október kl. 16:00 – 18:00 Borg miðvikudaginn 13. október kl. 14:00 – 16:00 Á fundinum  kynna eftirtaldir aðilar starfsemi sína og verkefni sem unnið hefur verið að í Uppsveitunum. Atvinnuþróunarfélag …

Karlakórmót á Flúðum

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Kötlumót verður haldið laugardaginn 16. október á Flúðum.  Mótið er í umsjá Karlakórs Hreppamanna, en Katla er samband Sunnlenskra karlakóra Á mótinu koma saman á Flúðum 16 íslenskir karlakórar, alls staðar að af landinu  ásamt einum kór frá Finnlandi. Þetta verður mikil  tónlistarveisla.  Hver kór heldur sína tónleika og síðan verður samsöngur allra kóranna. Það ætti enginn að missa af þessum stórviðburði, sem fram …

Undirritun Heilsuþorpsins

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri Umhverfisráðuneytisins og Jón G.Valgeirsson sveitarstjóri Hrunamannahrepps undirrituðu fyrir hönd Umhverfisráðuneytisins og Hrunamannahrepp sameiginlega yfirlýsingu um Heilsuþorpið á Flúðum  24. sept.sl. Undirritunin fór fram í  Minjasafninu í Gröf.

Skólaakstur í Norðurbæ

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Miðvikudaginn 15. September var oddvita Hrunamannahrepps, Ragnari Magnússyni afhent yfirlýsing vegna niðurfellingar á skólaakstri úr Norðurbænum. Um 70 íbúar hreppsins undirrituðu yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Flúðum, 13. september 2010. Yfirlýsing íbúa vegna skerðingar á öryggi barna í norðurhluta Flúðahverfis í Hrunamannahreppi. Við undirritaðir íbúar í norðurbæ á Flúðum mótmælum niðurfellingu á skólaakstri á Flúðum og að það skuli gert áður …

Vegaframkvæmdir

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Miklar vegaframkvæmdir hafa staðið yfir á Flúðum undanfarna daga. Ætlunin er að setja gangbrautir með 2ja metra eyjum á þjóðveginn þar sem umferð gangandi vegfarenda er mest og í gær, 15. september voru göngustígar malbikaðir. Það er malbikunarstöðin Hlaðbær/Colas sem vinnur verkið. Eins og sést á myndunum eru þessar framkvæmdir þarfar umbætur og til mikillar prýði.

Dagskrá Matarkistunnar á Flúðum 17. og 18. september

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Matarkistan Hrunamannahreppur Uppskeruhátíð á Flúðum Föstudagur 17. septemberFélagsheimilið Flúðum. Tónleikar kl. 20:30-21:30. Þórunn Elín Pétursdóttir söngkona og Jón Bjarnason organisti. Íslenskar perlur, erlend sönglög og óperuaríur.Útlaginn kl. 22:00.  Unga blússveitin Stone Stones og landslið blúsara í Vinum Dóra munu slá saman í blústónleika, látið ykkur ekki vanta á þennan ótrúlega viðburð. Laugardagur 18. septemberÞakkargjörðarmessa í Hrunakirkju kl. 11:00.  Sr. Eríkur …

September Pésinn kominn út

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Í dag kom út september Pésinn og er alltaf jafn skemmtilegur. Meðal efnis í Pésanu að þessu sinni er: Leiksskólafréttir Minnisvarði og minningar skjöldur Uppskeruhátíð Myndlistarskóli uppsveita Tímatafla íþróttahús og margt fleira… Til að skoða Pésann klikkið hér: Pési

Minnisvarði og minningarskjöldur

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Sunnudaginn 22. ágúst var minnisvarði um Dr. Helga Pjeturss afhjúpaður í Hlíð í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Einnig var minningarskjöldur um Dr. Helga afhjúpaður að Hellisholtum í Hrunamannahreppi. Listamaðurinn sem gerði lágmyndir er Ívar Valgarðsson. Þær voru gerðar eftir ljósmynd Jóns Kaldal. Heimspekistofa Dr. Helga Pjeturss stóð fyrir framkvæmdunum. Helgi Pjeturss var fyrsti íslenski jarðfræðingurinn og varð doktor árið 1905. Fyrsta …