Fræðslufundur um METAN

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Fræðslufundur um metan! Nautgriparæktarfélag Hrunamannahrepps og hreppsnefnd Hrunamannahrepps gangast fyrir fundi um metangas þriðjudaginn 30. mars 2010. Fundurinn verður haldinn á Hótel Flúðum og hefst kl. 13.00. Fundurinn er í framhaldi af aðalfundi Nautgriparæktarfélagsins, Svanhildur Ósk Ketilsdóttir kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands flytur erindi og síðan verða umræður um þetta spennandi verkefni. Sveitarstjóri

Átaksverkefni í nýsköpun

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Í gær hélt Háskólafélag Suðurlands fund á Hótel Flúðum þar sem rætt var um nýsköpun í uppsveitum Árnessýslu. Tillaga er um að Háskólafélagið hafi forgang um átaksverkefni í uppsveitum Árnessýslu með því að standa með Matís að tímabundinni ráðningu starfsmanns. Hugmyndin er að koma upp matvælasmiðju og þróa staðbundið nám í frumkvöðla- og matvælatækni og tengja það við lýðheilsufræði á …

Mars-Pési mættur, sprækur sem lækur

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Mars-Pésinn er mættur á svæðið og að vanda brattur enda farið að birta all hressilega, sólin komin á loft eldsnemma á morgnana og augljóst nú á miðri góu að vorið bíður handan við hornið, þó enn sé óráðlagt að baða sig i bæjarlæknum. En það fer að koma að því að Pési og vinir hans fara í öllu falli að …

Hugmyndir um nýjar Hrunaréttir

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Hrunaréttir – tillaga Á síðasta hreppsnefndarfundi var rætt um skemmtilegar hugmyndir sem Esther Guðjónsdóttir hefur sett fram varðandi nýjar Hrunaréttir. Þessar hugmyndir hefur Þórdís Halldórsdóttir útfært þar sem nýtt verður m.a. stuðlaberg sem byggingarefni. Í hugmyndunum er gert ráð fyrir að stór hluti vinnu við uppbyggingu nýrra rétta verði unnin í sjálfboðavinnu. Hugmyndirnar falla í góðan jarðveg og verða útfærðar …

Jafnréttisáætlun Hrunamannahrepps

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Á fundi hreppsnefndar Hrunamannahrepps 3. mars s.l. var jafnréttisáætlun Hrunamannahrepps samþykkt. Þetta er í fyrsta skipti sem gerð er jafnréttisáætlun fyrir hreppinn þannig að ætla má að hér sé um talsverð tímamót fyrir bæði karla og konur að ræða. Hvort áhrifanna fari strax að gæta skal ósagt látið. Jafnréttisáætlunina má finna hér.

Gaman á öskudaginn

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Það var mikið um að vera hjá börnunum í Hrunamannahreppi á öskudaginn. Gengið var á milli fyrirtækja og stofnana og sungið. Söngvararnir voru gjarnan verðlaunaðir með örlitlu sælgæti. Söngvarnir voru að ýmsu tagi. Gamla Bellman lagið gamli Nói var gríðarlega vinsælt og ýmsir textar voru sungnir við lagið. Þá heyrðust ættjarðarlög, Evrovitionlög – Bubbalög og jafnvel lög sem karlakórinn hefur …

Flúðaskóli hlýtur menntaverðlaun Suðurlands

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

,,Sigurlið“ Flúðaskóla ásamt Guðrúnu Pétursdóttur skólastjóra og Eydísi Indriðadóttur sem er formaður menntanefndar SASS Það var flaggað við hreppsskrifstouna á Flúðum í dag. Ástæðan var sú að Flúðaskóli hlaut menntaverðlaun Suðurlands. Verðlaunin hlýtur skólinn fyrir verkefnið Lesið í skóginn. Verðlaunin voru afhent síðdegis á hátíðarfundi Fræðslunets Suðurlands. Það er menningar- og menntamálanefnd Sass sem veitir þessu verðlaun og afhenti formaður …

Þorra-Pési mættur á svæðið

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Nýr Pési er kominn út og vill hann að þessu sinni kenna sig við þorrann enda myndir af þorramat og þorrafólki að skemmta sér á þorrablóti. En þrátt fyrir allan þennan þorra er ýmislegt fleira í Pésanum, svo sem: Menntaverðlaun Suðurlands Ný fyrirtæki á svæðinu Hjónaball og kosninar um…. Uppsveitamótið Íþróttafréttir Kóraféttir Auglýsingar og margt fleira. Kíkið á þorra-Pésann ef …

Fjör á þorrablóti

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Það var glatt á hjalla á þorrabóti sem Kvenfélag Hrunamannahrepps hélt um síðustu helgi. Hér má sjá nokkrar myndir frá blótinu þar sem fólk skemmti sér hið besta. Ekki var annað að sjá en útlendingar sem hér búa skemmtu sér ekki síður en heimamenn og nutu allir rammíslensks matar.  

Falleg vetrarmynd frá Flúðum

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Veðráttan hefur leikið við okkur í vetur. Þessa fallegu mynd tók Hannibal Kjartansson, veitustjóri. Það er mikil náttúrufegurð á Flúðum hvort heldur er að vetri eða sumri. Hver árstíð hefur sína töfra.