Vegagerðarátak inn á afrétti

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Landbúnaðarnefnd Hrunamannahrepps ætlar að standa fyrir vegagerðarátaki inn á afrétti helgina 14. og 15. ágúst. Til stendur að laga veginn á Mosöldu og Skyggningshólum og hækka upp veginn á Merarskeiði. Nefndin auglýsir eftir aðilum með traktóra og sturtuvagna, hefil og gröfum í verkið. Greitt verður fast gjald fyrir hvert tæki og kvöldmatur og kaffi í boði og gisting í skála …

Stóru Laxár ganga

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Stóru Laxár ganga. Gönguferð verður farin niður með gljúfri Stóru-Laxár laugardaginn 14. ágúst, komið við í Hrunakrók og endað á Kaldbak. Ógleymanleg ganga og náttúruskoðun undir fararstjórn Önnu Ásmundsdóttur. Lagt er upp frá Félagsheimilinu á  Flúðum kl. 10.30 og keyrt inn í afrétt, gegn vægri greiðslu (2.000 kr.). Áætlaður göngutími er 7-8 klst. Ferðin verður aðeins farin ef veður leyfir …

Nýja sveitarstjórnin

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Ný hreppsnefnd Hrunamannahrepps ásamt nýráðnum sveitarstjóra Sveitarstjóri er Jón G. Valgeirsson og hreppsnefndina skipa Ragnar Magnússon, sem er oddviti, Halldóra Hjörleifsdóttir, Esther Guðjónsdóttir, Gunnar Þór Jóhannesson og Unnsteinn Logi Eggertsson.

Gönguferð fimmtudaginn 5. ágúst

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Næstsíðasta ganga sumarsins verður fimmtudagskvöldið 5. ágúst. kl. 20. 00 Jata- Byrgi Fjalla Eyvindar Farin heimreiðin að Fossi og þar ekinn vegurinn að Jötu. Upphaf göngunnar er við skilti um Fjalla-Eyvind. Gengið fram Skipholtsfjall að byrgi Fjalla-Eyvindar. Þaðan er svo farin rekstrarleiðin til baka. Upphafs og endapunktur er sá sami. Áætlaður göngutími um 2-3 klst Fararstjóri: Halldóra Hjörleifsdóttir.

Furðubátakeppni á Flúðum

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Furðubátakeppni verður á Flúðum !   Athugið að Furðubátakeppnin verður haldin sunnudaginn 1. ágúst á Litli-Laxá. Keppni hefst klukkan 13.00 og skráning hefst klukkan 12:30. Umsjónarmaður keppninnar er Bjarney Vignisdóttir s: 895-8978

Leikhópurinn Lotta á Flúðum um verslunarmannahelgina

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

  Leikhópurinn Lotta sýnir Hans klaufa á fótboltavellinum Laugardaginn 31.júlí sýnir Leikhópurinn Lotta nýjasta verk sitt, Hans klaufa á fótboltavellinum á Flúðum Verkið skrifaði Ljóti hálfvitinn Snæbjörn Ragnarsson en auk Hans klaufa koma við sögu aðrar þekktar persónur úr ævintýraheiminum. Þar má til dæmis nefna Öskubusku og froskaprinsinn. Verkið segir frá því þegar Aron prins og aðstoðarmaður hans, Hans klaufi, …

Traktorstorfæra

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Traktorstorfæran á Flúðum Hin árlega traktorstorfæra verður haldin á Flúðum,laugardaginn 31.júlí kl 14:00, við reiðhöllina. Björgunarfélagið Eyvindur sér um framkvæmd keppninnar. Keppt verður um Jötunnvélabikarinn og fjölda annarra verðlauna. Tekið við skráningu keppenda á  bfeyvindur@simnet.is Enginn aðgangseyrir er á keppnina en söfnunarbaukar verða á staðnum sem taka við frjálsum framlögum. Hvetjum sem flesta til að koma og horfa á þessa …

Nýr sveitarstjóri ráðinn

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Jón Valgeirsson nýráðinn sveitarstjóri í Hrunamannahreppi Á fundi hreppsnefndar þann 25. júní sl. var Jón Valgeirsson lögfræðingur ráðinn sveitarstjóri í Hrunamannahreppi. Hann var einróma valinn af hreppsnefnd en alls sóttu 60 um stöðuna. Jón var áður sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi og tekur hann við af Ísólfi Gylfa Pálmasyni sem hefur starfað sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps frá því í desember 2003. …

Vegir á afrétti Hrunamanna

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Hrunamannhreppur í samvinnu við starfshóp umhverfisráðuneytisins, Landmælinga, Umhverfisstofnunar og Vegagerðarinnar hefur, eins og önnur sveitarfélög á landinu sem hafa skipulagsvald á hálendinu, verið að vinna að því að  kortleggja og skilgreina vegi á afréttinum. (Sjá stærra kort) Kort þetta er vinnuskjal sem er afrakstur funda með áhugafólki, landbúnaðarnefnd Hrunamannhrepps, sauðfjárbænum og fleiri  aðilum sem nýta afréttinn. Nú er verið að …

Júní-Pésinn er kominn út

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Þá er enn einn Pésinn kominn út og er hann brattur að vanda. Að þessu sinni kveður Pési ritstjóra sinn, Ísólf Gylfa sem nú fer til starfa á öðrum vettvangi. Pési er nýjungagjarn og bíður spenntur eftir nýjum ritstjóra en kveður jafnframt þann gamla með nokkrum söknuði. Pési getur huggað sig við að hann á enn góða aðstandendur eftir á …