Nýr sveitarstjóri ráðinn

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Jón Valgeirsson nýráðinn sveitarstjóri í Hrunamannahreppi Á fundi hreppsnefndar þann 25. júní sl. var Jón Valgeirsson lögfræðingur ráðinn sveitarstjóri í Hrunamannahreppi. Hann var einróma valinn af hreppsnefnd en alls sóttu 60 um stöðuna. Jón var áður sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi og tekur hann við af Ísólfi Gylfa Pálmasyni sem hefur starfað sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps frá því í desember 2003. …

Vegir á afrétti Hrunamanna

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Hrunamannhreppur í samvinnu við starfshóp umhverfisráðuneytisins, Landmælinga, Umhverfisstofnunar og Vegagerðarinnar hefur, eins og önnur sveitarfélög á landinu sem hafa skipulagsvald á hálendinu, verið að vinna að því að  kortleggja og skilgreina vegi á afréttinum. (Sjá stærra kort) Kort þetta er vinnuskjal sem er afrakstur funda með áhugafólki, landbúnaðarnefnd Hrunamannhrepps, sauðfjárbænum og fleiri  aðilum sem nýta afréttinn. Nú er verið að …

Júní-Pésinn er kominn út

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Þá er enn einn Pésinn kominn út og er hann brattur að vanda. Að þessu sinni kveður Pési ritstjóra sinn, Ísólf Gylfa sem nú fer til starfa á öðrum vettvangi. Pési er nýjungagjarn og bíður spenntur eftir nýjum ritstjóra en kveður jafnframt þann gamla með nokkrum söknuði. Pési getur huggað sig við að hann á enn góða aðstandendur eftir á …

Landgræðsluferð

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Hin árlega uppgræðsluferð Landgræðslufélags Hrunamanna, í afréttinn, verður farin föstudaginn 11. júní 2010. Mæting er við afréttarhliðið kl. 10.00. Þar verður verkefnum úthlutað. Þeir sem ekki komast fyrr en um hádegi eru velkomnir þá. Dreift verður um 20 tonnum af áburði og um 500 kg af fræi. Dreift verður að mestu með dráttarvélum  en óskað er eftir sjálfboðaliðum í handsáningu. …

Sveitarstjóri í Hrunamannahreppi, auglýsing

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Starf sveitarstjóra í Hrunamannahreppi er laust til umsóknar. Hrunamannahreppur er kröftugt, 800 manna sveitarfélag þar sem miklir möguleikar bjóðast á fjölmörgum sviðum. Í hreppnum er fjölbreytilegt mannlíf, öflugt félagsstarf og gott þjónustustig. Um helmingur íbúa býr í  þéttbýliskjarnanum á Flúðum  en þar er m.a. að finna 180 barna grunnskóla, nýjan leikskóla, íþróttahús, Félagsheimili og sundlaug. Við auglýsum eftir duglegum og áhugasömum sveitarstjóra …

Bændamarkaður á Flúðum

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Kærleikskrásir og kruðerí Bændamarkaður á Flúðum Kolbrún Kristín eða Stína kokkur, eins og hún er alltaf kölluð, opnaði um Hvítasunnuhelgina og verður opin í allt sumar í gömlu ferðamiðstöðinni, á sama stað og bændamarkaður var í fyrra. Þar er m.a. hægt að fá nýtt og ferskt grænmeti, kjöt, silung, brodd, vettlina, heimagert kruðerí í krukkum, heimabakað bakkelsi, sósur, olíur og …

Úrslit sveitarstjórnarkosninga

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

H-listinn 232 atvkæði  og þrír menn (54.9%). Á-listinn 174 atkvæði og tveir menn (45,10%). Alls greiddu 422 atkvæði sem er 82,9% kjörsókn. Hreppsnefndarmenn eru Ragnar Magnússon, Halldóra Hjörleifsdóttir og Unnsteinn Eggertsson af H-lista og Esther Guðjónsdóttir og  Gunnar Þór Jóhannesson af Á-lista.

Matarsmiðja á Flúðum – viljayfirlýsing undirrituð

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Viljayfirlýsing um að setja á stofn matarsmiðju á Flúðum var undirrituð í gær fimmtudag. Síðustu misseri hefur verið unnið að undirbúningi þess að setja á stofn matarsmiðju í uppsveitum Árnessýslu sem verður miðstöð fyrir vöruþróun og fullvinnslu á grænmeti og til að efla fag- og háskólamenntun á svæðinu með kennslu og rannsóknum. Ráðinn verður starfsmaður, húsnæði leigt á Flúðum og …

Uppbygging á hlývatnseldi á Flúðum

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Hrunamannahreppur, Íslensk matorka ehf og Matís ohf. undirrituðu, fimmtudaginn 27. maí  viljayfirlýsingu um uppbyggingu á orkufrekum matvælaiðnaði á Flúðum sem m.a. felur í sér hlývatnseldi á hvítum matfiski. Uppbyggingin verður unnin í samstarfi við Orkustofnun þar sem stofnunin verður leiðbeinandi og ráðgefandi. Nýting á jarðhita og raforku skipta miklu fyrir atvinnulíf í Hrunamannahreppi. Hlývatnseldi byggir á nýtingu á volgu vatni …