Rennsli Hvítár fært

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Nú er búið að færa rennsli Hvítár þannig að hún rennur að undir þann hluta af nýju brúnni sem búið er að byggja. Hafist verður handa að ljúka byggingu brúarinnar að austanverðu þegar ánni hefur verið veitt undir nýbyggða hlutann. Það var tignarleg sjón að sjá þetta gerast. Myndir sem Hannibal Kjartansson tók þegar verið var að færa rennslið.

Jólin nálgast

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Einmuna veðurblíða hefur verið í Hrunamannahreppi að undanförnu. Veðráttan er ekki eins og við eigum að venjast, hún er í rauninni mun líkari því sem gerist á meginlandi Evrópu á þessum árstíma. Þessa skemmtilegu mynd tók Hannibal Kjartansson veitustjóri Hrunamannahrepps í morgun og segir hún meira en mörg orð. Fleiri myndir má sjá inná myndavefnum okkar.

Ný kjötvinnsla í Hrunamannahreppi

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Unnsteinn Hermannsson bóndi í Langholtskoti hefur stofnað nýtt fyrirtæki á býli sínu. Hér er um kjötvinnslu að ræða. Framleiðsluvaran er gæðavara en um áraraðir hefur verið nautgriparækt á búinu. Fyrirtækið heitir Kjötvinnslan Langholtskoti undir kjörorðinu „Kjöt frá Koti“. Unnsteinn tekur þátt í hinu spennandi verkefni beint frá býli. Það er alltaf gleðiefni þegar ný fyrirtæki eru stofnuð og skiptir samfélagið …

Jóla-Pési kominn út

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Pésinn í desember er kominn út og er að vanda stútfullur af efni. Pésinn er kominn í jólaskap eins og aðrir íbúar Hrunamannahrepps ef marka má efnið að þessu sinni. Meðal efnis er: Björgunarfélagið Refir og minkar Dagur íslenskrar tungu Gjaldeyrissköpun í hreppnum Sorpmál Fasteignamat Hrunaspjall og helgihald um hátíðarnar Jarðgerð Fullt af auglýsingum og jólakveðjum

Fjárhagsáætlun

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Þessa dagana er unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir Hrunamannahrepp. Fjárhagsáætlunin verður væntanlega lögð fram n.k. þriðjudag, 9. desember  og síðari umræða verður væntanlega fimmtudaginn 17. desember.  Í framhaldi af fjárhagsáætlunargerð verða lögð á fasteignagjöld en fasteignamat einkum í þéttbýli hefur hækkað nokkuð milli ára. Þetta á einnig um einbýlishús í dreifbýli þar sem eru sérstakar lóðir undir húsin. Þess vegna …

Jólalegt á Flúðum

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Nú er búið að skreyta mikið á Flúðum og gera jólalegt, bæði hefur sveitarfélagið sett upp jólalýsingar og einstaklingar eru duglegir að gera húsin sín jólaleg. Jólasnjórinn sem féll fyrsta sunnudag í aðventu setur svo enn jólalegri svip á umhverfið. S.l. sunnudag var haldin aðventuhátíð í  Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum. Þetta var notaleg fjölskyldustund þar sem fjölmargir kórar tróðu upp, …

Nýr og ferskur nómvember-Pési

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Nýr og ferskur nóvember-Pési er kominn út. Að vanda er farið vítt og breitt yfir málefni hreppsins í Pésanum og eitthvað er farið að bera á því að ritstjórinn sé að komast í jólastuð þó jóla-Pési komi ekki út fyrr en í desember. Í Pésanum er meðal annars fjallað um sorpurðunarmál á Suðurlandi. Þessi umræða fer fyrir brjóstið á Pésa …

Stóra steypuvinnan

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Matthías Bjarki Guðmundsson frá Steinahlíð á Flúðum tók þessar skemmtilegu myndir þegar vinna við steypu fyrri hluta brúargólfs nýju Hvítárbrúarinnar fór fram sl. föstudag. Vaskur hópur manna, þar á meðal nokkrir Hrunamenn, sáu um að allt gengi eins og áætlað hafði verið og tók steypuvinnan rétt rúman sólarhring.      

Einstök maskína

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Ljósmynd: MHH Guðmundur Magnússon trésmíðameistari á Flúðum hefur flutt inn einstaka vél sem sagar niður trjávið. Trjáviðurinn verður síðan að litlum skífum sem nýttar verða sem klæðning utan á hús. Þetta er einstakt framtak hjá Guðmundi því íslenskur viður sem til fellur við grisjun er alveg upplagt að nýta sem klæðningaefni. Verkefnið gleður margan manninn ekki síst ritstjóra Pésans sem …

Markmiðið að steypa í dag

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Í dag er stefnt á að steypa brúargólfið í nýju brúnni yfir Hvíta.  Sagt er að  1950 rúmmetrar af steypu fari í brúargólfið þannig að mikið verður um að vera í steypuvinnunni en magnið jafnast á við þrettán einbýlishús. Brúin verður 270 metrar að lengd og verður ein af lengstu brúm landsins og ein sú breiðasta.Áætlað er að opna brúna …