Líf og fjör í Spánarblíðu

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Það var mikið líf og fjör á Flúðum um síðustu helgi þar sem gestir og gangandi skemmtu sér í sannkallaðri Spánarblíðu. Yfir 1000 manns voru gestkomandi á svæðinu og nýja tjaldsvæðið virkaði vel þar sem fram fór grillveisla og strandblakmót. Skoða má myndir frá helginni á Sunnlendingi og líka á mbl.is. Það er ekki á hverjum degi sem fólk skellir …

Ragnar kjörinn oddviti

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

  Á fundi hreppsnefndar fimmtudaginn 25. júní var Ragnar Magnússon kjörinn oddviti Hrunamannahrepps í stað Sigurðar Inga Jóhannssonar sem hefur tekið sæti á Alþingi. Sigurður starfaði áður sem dýralæknir hjá Dýralæknaþjónustu Suðurlands og hafði verið oddviti um árabil. Ragnar er bóndi í Birtingaholti, þar sem hann rekur stórt kúabú.

Fyrsti viðskiptavinurinn í nýju vínbúðinni

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Fyrsti viðskiptavinurinn í nýju vínbúðinni á Flúðum var væntanlegur oddviti Hrunamannahrepps, Ragnar Magnússon. Hann mætti galvastur í búðina mánudaginn 15. júní. Ekki ber á öðru en að afgreiðslustúlkan Anne Mieniiuchi Nielsen hafi haft gaman af því að afgeiða Ragnar enda er hann afskaplega glaðvær og geðþekkur maður. Ragnar tekur við sem oddviti fimmtudaginn 25. júní af Sigurði Inga sem nú …