Bóndadagurinn

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

  Bóndadagurinn er í dag. Það er mikill uppskerutími blómaframleiðenda. Á myndinni sem Sigurður Sigmudsson blaðamaður tók er Emil Gunnlaugsson en hann er sá blómaframleiðandi sem lengst hefur starfað á Íslandi sem blómaræktandi. Fyrirtæki hans heitir Land og synir og er starfrækt á Flúðum. Hann hóf blómaræktun árið 1956 og er einn af landnámsmönnunum á Flúðum. Synir Emils sem starfa …

Auglýsing frá skipulagsfulltrúa 21. janúar 2010

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Skoðið auglýsingu frá skipulagsfulltrúa uppsveitanna.Í auglýsingunni er m.a. að finna auglýsingar vegna skipulagsbreytinga í Hrunamannahreppi: 1.       Grund á Flúðum breytingar á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis. 2.       Vinaminni á Flúðum. Breyting á deiliskipulagi miðsvæðis. 3.       Silfurmýri í Hrunamannahrepp. Breyting á deiliskipulagi lögbýlis.   Sjá nánar í auglýsingu

Nýr Pési kominn út

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Fyrsti Pési ársins er kominn út og er hann í sérstöku áramótastuði að þessu sinni eins og tryggir lesendur munu komast að er þeir lesa vininn. Meðal efnis er: Stækkun Grundar Þrettánda-brennan Fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 Gæðastýring í landbúnaði Fræknar körfuknattleiksstúlkur Sorp og sorpflokkun Bakkatúnsvegur enn til umræðu og umfjöllunar Þriggja ára áætlun Málefna fatlaðra Enduro-cross Fréttir frá: Frá knattspyrnudeildinni …

Jólin kvödd í fögru vetrarveðri

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Fjölmenni sótti þrettánabrennuna að í afar góðu vetrarveðri eins og sjá má á myndinni sem Sigurður Sigmundsson tók við brennunna. Að þessu sinni logað vel í brennunni og lognið var svo mikið að reykurinn steig beint í loft upp. Það var björgunarfélagið Eyvindur, unglingadeildin Skúli og Hrunamannahreppur sem stóðu að þrettándabrennunni.

Þrettándagleði í kvöld

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Þrettándagleðin er í kvöld og hefst kl. 20 með blysför frá áhaldahúsinu. Flugeldasýningin hefst kl. 21. Flugeldasalan opnar kl. 17 og verður opið til kl. 20. Það er unglingadeildin Skúli og Björgunarfélagið Eyvindur sem standa fyrir gleðinni. Mætum öll og kveðjum jólin. Hver veit nema álfar og tröll láti sjá sig líka.

Jólakveðja frá Hrunamannahreppi

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Hreppsnefnd og starfsmenn Hrunamannahrepps senda íbúum hreppsins, sumarbústaðaeigendum í Hrunamannahreppi sem og hinum fjölmörgu gestum sem heimsækja okkur á ári hverju og skoða vefinn okkar bestu jóla- og nýársóskir.

Allir fegnu endurskinsvesti frá Vís

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Leikskólanum Undralandi voru afhent endurskinsvesti í gær,  en á myndinni eru krakkarnir að fylgjast með þegar skólastjórinn veitir vestunum viðtöku. Vís vonar og veit að þau muni koma að góðum notum. VÍS hefur alltaf haft forvarnir í hávegum eins og þessi gjöf sýnir og er Vís færðar bestur þakkir fyrir gjöfina.

Allir komast í einn kagga

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Cadillac Fleetwood limosin 1958 Á Sólheimum er nú unnið að því að koma upp safni. Þar er margt merkilegra gamalla muna úr daglega lífinu sem minna okkur á gamla tíma. Þar er einnig að finna nokkra einstaklega fallega bíla, nú síðast var keyptur Cadilac árgerð 1958, níu manna kjörgripur. Esther Guðjónsdóttir eigandi bílsins er sveitarstjórnarmaður í Hrunamannahreppi og getur hún boðið allri …

Fimm íbúðarhús tengjast hitaveitu Flúða

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Í dag tengdust 5 íbúðarhús á þremur lögbýlum á Hrafnkelsstöðum hitaveitu Flúða. Fleiri býli hafa tengst veitunni á þessu árin þ.a.m. svokölluð Átaksveita sem nær frá Flúðum í nokkur býli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þegar Átaksveitan var yfirtekinn af Hitaveitu Flúða bættust tvö ný býli í Hrunamannahreppi veitunni, annarsvegar lögbýlið Ás og hins vegar lögbýlið Sólheimar. Myndir frá tengingunni.   …

Rennsli Hvítár fært

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Nú er búið að færa rennsli Hvítár þannig að hún rennur að undir þann hluta af nýju brúnni sem búið er að byggja. Hafist verður handa að ljúka byggingu brúarinnar að austanverðu þegar ánni hefur verið veitt undir nýbyggða hlutann. Það var tignarleg sjón að sjá þetta gerast. Myndir sem Hannibal Kjartansson tók þegar verið var að færa rennslið.