Nóvember Pésinn 17.11.10

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Nóvember Pésinn er kominn út og ekki vantar af efni í honum til að lesa en þar á meðal er…     Skreytinga kvöld. Viðburðir og annað á vegum kvenfélags Hrunamanna. Landstólpi 10 ára. Merki Upsveitasystra. Opið hús á aðventu. Hrunaspjall. Og margt fleira… Hægt er að skoða Pésann hér.    

Aðventutónleikar 27.11.10.

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Karlakór Reykjavíkur ætlar að syngja aðventutónleika í Skálholti laugardaginn 27 nóv.

Undanfarin 18 ár hefur Karlakór Reykjavíkur sungið á aðventu í Hallgrímskirkju við góðan orðstír.  Fyrstu árin vorum við með eina tónleika en nú eru þeir orðnir fernir.

Þátttökulisti vegna mótmælafundar við Austurvöll

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Þátttökulisti vegna mótmælafundar við Austurvöll fimmtudaginn, 11. nóvember 2010.

Ákveðið hefur verið að afhenda forsætis-, heilbrigðis- og fjármálaráðherrum undirskriftarlista með mótmælum íbúa á Suðurlandi við Alþingishúsið fimmtudaginn 11. nóvember vegna fyrirhugaðra lokunar á sjúkrahúsum á Suðurlandi.

Kynning á fyrirhugðum aðgerðum vegna boðaðs niðurskurðar.

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Kynning á fyrirhuguðum aðgerðum vegna boðaðs niðurskurðar heilbrigðisyfirvalda á Suðurlandi – fyrir væntanlega stuðningsaðila / auglýsendur.

Mikill kraftur og samhugur er meðal Sunnlendinga í baráttunni gegn blóðugum niðurskurði í heilbrigðisþjónustunni á landsbyggðinni.

Ákveðið hefur verið að afhenda forsætis-, heilbrigðis- og fjármálaráðherrum undirskriftalista með mótmælum frá íbúum á Suðurlandi við Alþingishúsið fimmtudaginn 11. nóvember. Stefnt er að því að safna sem flestum íbúum saman við sjúkrahúsið á Selfossi

Safnahelgi Suðurlands í Uppsveitum Árnessýslu

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Safnahelgi Suðurlands í Uppsveitum Árnessýslu

5-7 nóvember.

Skálholt

Skálholtskirkja og safnið í kjallaranum eru opin alla daga frá kl. 9:00.

Aðgangur ókeypis um safnahelgi

Nýja gestastofan opin alla helgina frá kl. 10:00.

Aðgangur ókeypis um safnahelgi.

 

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Atvinnuþróunarfélag Íslands er með frábæra heima síðu www.sudur.is þar á heimasíðu félagsins er sagt frá auglýstum styrkjum og sjóðum auk ýmissa frétta sem tengjast starfi félagsins og starfsvæði þess. Hér fyrir neðan eru nokkrar áhugaverðar fréttir sem eru á sudur.is. Vaxtarsamningur Suðurlands. Umsóknarfrestur liðinn. 10 umsóknir bárust Rekstur, stjórnun og markaðssetning smáfyrirtækja – Engin inntökuskilyrði. Umsóknarfrestur til 18. október Atvinnulífsfundur …

Kötlumót 2010

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Kötlumót 2010 Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Karlakórs Hreppamanna http://kkhreppamanna.com/ Sjá nánari upplýsingar á heimsíðu karlakórs Hreppamanna http://kkhreppamanna.com/

Samstöðufundur Selfossi 11. október

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Samstöðufundur  vegna niðurskurðar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 11. október klukkan 17.00 við Hótel Selfoss   16.50     Harmonikkuspil. 17.00     Fundarstjórar:  Kjartan Ólafsson og Ármann Ægir Magnússon 17.05     Setning: Elfa Dögg Þórðardóttir formaður Sunnlenskra sveitarfélaga 17.10     Tónlistarskóli Árnesinga 17.15     Óskar Reykdalsson framkvæmdastjóri lækninga HSU 17.25     Halldóra Sigríður Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags 17.35     Söngur, Ragnheiður Blöndal og  Sigurður Ágústsson 17.40     Rosemarie Brynhildur Þorleifsdóttir …