Bændamarkaður á Flúðum

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Kærleikskrásir og kruðerí Bændamarkaður á Flúðum Kolbrún Kristín eða Stína kokkur, eins og hún er alltaf kölluð, opnaði um Hvítasunnuhelgina og verður opin í allt sumar í gömlu ferðamiðstöðinni, á sama stað og bændamarkaður var í fyrra. Þar er m.a. hægt að fá nýtt og ferskt grænmeti, kjöt, silung, brodd, vettlina, heimagert kruðerí í krukkum, heimabakað bakkelsi, sósur, olíur og …

Úrslit sveitarstjórnarkosninga

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

H-listinn 232 atvkæði  og þrír menn (54.9%). Á-listinn 174 atkvæði og tveir menn (45,10%). Alls greiddu 422 atkvæði sem er 82,9% kjörsókn. Hreppsnefndarmenn eru Ragnar Magnússon, Halldóra Hjörleifsdóttir og Unnsteinn Eggertsson af H-lista og Esther Guðjónsdóttir og  Gunnar Þór Jóhannesson af Á-lista.

Matarsmiðja á Flúðum – viljayfirlýsing undirrituð

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Viljayfirlýsing um að setja á stofn matarsmiðju á Flúðum var undirrituð í gær fimmtudag. Síðustu misseri hefur verið unnið að undirbúningi þess að setja á stofn matarsmiðju í uppsveitum Árnessýslu sem verður miðstöð fyrir vöruþróun og fullvinnslu á grænmeti og til að efla fag- og háskólamenntun á svæðinu með kennslu og rannsóknum. Ráðinn verður starfsmaður, húsnæði leigt á Flúðum og …

Uppbygging á hlývatnseldi á Flúðum

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Hrunamannahreppur, Íslensk matorka ehf og Matís ohf. undirrituðu, fimmtudaginn 27. maí  viljayfirlýsingu um uppbyggingu á orkufrekum matvælaiðnaði á Flúðum sem m.a. felur í sér hlývatnseldi á hvítum matfiski. Uppbyggingin verður unnin í samstarfi við Orkustofnun þar sem stofnunin verður leiðbeinandi og ráðgefandi. Nýting á jarðhita og raforku skipta miklu fyrir atvinnulíf í Hrunamannahreppi. Hlývatnseldi byggir á nýtingu á volgu vatni …

Flokksstjóra vantar

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

  ATVINNA   Flokkstjóra vantar til að hafa umsjón með unglingavinnu í sumar. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Hrunamannahrepps sími 480 6600

Maí-Pési

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Maí-Pésinn kom út fyrir nokkrum dögum og er arfahress að vanda. Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni er: Tungumálafrömuður Skáksnillingar á Halldórsmóti Múrbúðin Ferðamenn og farfuglar Ásatúns vatnsveitan Skólaakstur Og fleira og fleira… Skoða Pésann

Tjaldsvæðin undirbúin fyrir sumarið

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Eigendur TROGS ehf. undirbúa nú hin nýju tjaldsvæði á Flúðum. Reist hefur verið nýtt þjónustuhús með salernum, hreinlætisaðstöðu o.fl. auk þess sem tjaldsvæðið hefur verið stækkað. Vorið er á næsta leiti og ferðamenn þegar farnir að streyma í Hrunamannaheppinn.

Múrbúðin opnuð á Flúðum

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Múrbúðin hefur opnað verslun á Flúðum. Þar er hægt að kaupa allt milli himins og jarðar sem tengjast byggingum, heimilishaldi og ýmiskonar varningi sem gott er að hafa í sumarhúsum o.fl. Einnig er hægt að kaupa hannyrðavöru, garn, málningu bæði til listsköpunar og einnig hefðbundna málningu. Síminn í Múrbúðinni er 486-1866. Það eru hjónin Jóhann Unnar Guðmundsson og Hlíf Sigurðardóttir …

Fjölmennt Halldórsmót í Flúðaskóla

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Í gær var haldið mjög fjölmennt skákmót í Flúðaskóla þar sem 92 þátttakendur tóku þátt í svokölluðu Halldórsmóti í skák. En Halldór heitinn Gestsson var afar vinsæll húsvörður í skólanum og  kenndi m.a. ungmennum að tefla. Mikill keppsandi ríkti á mótinu og stóðu hinir ungu skákmenn sig með miklum ágætum. Þetta er annað árið sem slíkt skákmót fer fram í …