Minnisvarði og minningarskjöldur

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Sunnudaginn 22. ágúst var minnisvarði um Dr. Helga Pjeturss afhjúpaður í Hlíð í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Einnig var minningarskjöldur um Dr. Helga afhjúpaður að Hellisholtum í Hrunamannahreppi. Listamaðurinn sem gerði lágmyndir er Ívar Valgarðsson. Þær voru gerðar eftir ljósmynd Jóns Kaldal. Heimspekistofa Dr. Helga Pjeturss stóð fyrir framkvæmdunum. Helgi Pjeturss var fyrsti íslenski jarðfræðingurinn og varð doktor árið 1905. Fyrsta …

Hey flutningar

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Landgræðslufélag Hrunamanna fékk leyfi til að flytja hey inná afrétt til uppgræðslu. Slægjur fengust á Skyggni og bóndinn á bænum hann  Guðmundur sló grasið, Loftur og Ingvar á Sólheimum sneru heyinu og Ingvar rakaði öllu saman í múga. Þá tóku við Eiríkur á Grafarbakka sem rúllaði rúllunum  og Sigurður Ágústsson Birtingaholti sem baggaði stórböggunum Mikil og góð sjálfboðavinna sem skilar miklum árangri …

Opnun Miðgarðs

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Nýr stórglæsilegur útigarður var vígður við Hótel Flúðir föstudaginn 27. ágúst. Garðurinn er með stórum trépalli, heitum pottum og útibar og í kring trónir stórgrýti úr sveitinni, frá Þórarinsstöðum og stuðlaberg úr Hrepphólum. Mikið fjölmenni var viðstatt og skemmtu allir sér vel í afar fallegu veðri. Ljósm: SigSigm.

Steypuframkvæmdir

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Steypuframkvæmdir verða á eystri hluta Hvítárbrúarinnar nk. miðvikudag og fimmtudag. Sú framkvæmd stendur frá kl. 6 á miðvikudagsmorgun og fram á fimmtudagskvöld. Stórir steypubílar verður því á ferðinni í gegnum þorpið.    

Stuðlabergsdrangur í Hrunaréttum

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Stuðlabergsdrangur var settur niður í Hrunaréttum í dag 28. 8 2010 sem er upphafið að byggingu nýrra rétta þar sem veggur almenningsins verður úr stuðlabergi frá Hrepphólum. Sauðfjárræktarfélag Hrunamanna hefur yfirumsjón með uppbyggingu réttanna en í nánu samstarfi við Hrunamannahrepp sem fer með fjársýsluna við verkið. Magnús H. Loftsson Haukholtum er formaður félagsins, Esther Guðjónsdóttir á Sólheimum er ritari, Benedikt K. Ólafsson Auðsholti er gjaldkeri. Páll …

Hrunaréttir

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Um Fjallskilamál í Hrunamannahreppi 2010 Á fundi Landbúnaðarnefndar þann 23. ágúst var raðað í leitir. Suðurleit fer að stað frá Kaldbak laugardaginn 4. september kl 12.00.  Norðurleit fer af stað föstudaginn 3. september. Fjallskilasjóður útvegar hey og verður með heitan kvöldmat fyrir allar leitir. Fjallkóngur í suðurleit er Steinar Halldórsson. Fjallkóngur í eftirsafni er Bjarni Valur Guðmundsson. Fjallmenn komi farangri …

Endurbygging á Hrunaréttum

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Nú er komið að því að hefja endurbyggingu á Hrunaréttum. Laugardaginn 28. ágúst kl. 13.00 ætlum við að koma upp miðjusteininum í almenningnum. Allir eru velkomnir. Sauðfjárræktarfélag Hrunamanna sér um uppbyggingu réttanna en Hrunamannahreppur hefur heitið ákveðinni fjárhæð til verksins svo og Sauðfjárræktarfélagið. Fjárbændur hafa lofað sjálfboðavinnu við verkið og Búnaðarfélag Hrunamanna hefur tekið vel í samstarf. Ólafur og Ásta …

Afhjúpun Minnisvarða í Hellisholtum

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

AFHJÚPUN MINNISVARÐA UM DR. HELGA PJETURSS sunnudaginn 22. ágúst 2010 Í desember árið 2005 voru liðin 100 ár frá því að Helgi varð doktor í jarðfræði, fyrstur Íslendinga, og var honum af því tilefni reistur minnisvarði í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Helgi gerði sínar fyrstu meginuppgötvanir að Hellisholtum í Hrunamannahreppi og hefur nú verið komið þar fyrir upplýsingaskildi til minningar …

Vegagerðarátak inn á afrétti

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Landbúnaðarnefnd Hrunamannahrepps ætlar að standa fyrir vegagerðarátaki inn á afrétti helgina 14. og 15. ágúst. Til stendur að laga veginn á Mosöldu og Skyggningshólum og hækka upp veginn á Merarskeiði. Nefndin auglýsir eftir aðilum með traktóra og sturtuvagna, hefil og gröfum í verkið. Greitt verður fast gjald fyrir hvert tæki og kvöldmatur og kaffi í boði og gisting í skála …

Stóru Laxár ganga

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Stóru Laxár ganga. Gönguferð verður farin niður með gljúfri Stóru-Laxár laugardaginn 14. ágúst, komið við í Hrunakrók og endað á Kaldbak. Ógleymanleg ganga og náttúruskoðun undir fararstjórn Önnu Ásmundsdóttur. Lagt er upp frá Félagsheimilinu á  Flúðum kl. 10.30 og keyrt inn í afrétt, gegn vægri greiðslu (2.000 kr.). Áætlaður göngutími er 7-8 klst. Ferðin verður aðeins farin ef veður leyfir …