Flúðaskóli 80 ára

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Tilkynningar

Í tilefni 80 ára afmælis Flúðaskóla er ykkur boðið í afmælisfögnuð í
skólanum okkar föstudaginn 30. október. Afmælið hefst kl. 12:30 með
hátíðardagsskrá í Félagsheimilinu þar sem m.a koma fram fyrrverandi og
núverandi nemendur Flúðaskóla og fleiri gestir. Að því loknu er gestum
boðið að skoða skólann þar sem til sýnis verða margvísleg verkefni eftir
nemendur skólans í tilefni afmælisins og í boði verður afmæliskaka og kaffi.
Afmælið stendur til 15:00.

Hlökkum til að sjá ykkur
Nemendur og starfsfólk Flúðaskóla