Flúðaskóli áttræður

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Flúðaskóli er 80 ára um þessar mundir, því verður blásið til afmælisfagnaðar föstudaginn 30. október. Afmælið hefst kl. 12:30 með hátíðardagskrá í Félagsheimilinu þar sem fram koma fyrrverandi og núverandi nemendur Flúðaskóla. Að því loknu verður gestum boðið að skoða skólann þar sem til sýnis verða margvísleg verkefni nemenda. Boðið verður uppá afmælisköku, kaffi og kakó. Afmælið stendur til kl. 15:00.

Nemendur mæta í skólann á venjulegum tíma þennan dag og verða í skólanum til kl. 15:00. (Sótt af:http://www.fludaskoli.is)