Fornleifar skráðar í Hrunamannahreppi – Skýrslur og athugasemdir óskast

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Á undanförnum misserum hefur Fornleifastofnun Íslands ses unnið að skráningu fornleifa í Hrunamannahreppi fyrir hreppinn.

Við slíka skráningu er farið á allar jarðir í hreppnum, gengið á alla þekkta minjastaði og þeim lýst. Þar sem greinileg ummerki sjást eru teknar ljósmyndir og teikningar gerðar og allir staðir eru auk þess hnitsettir.

Fyrsti áfangi aðalskráningar í Hrunamannahreppi var unninn sumarið 2015 og voru þá eingöngu skráðar fornleifar á þeim jörðum sem sem þéttbýlið á Flúðum byggðist út úr og

nærliggjandi jörðum og gefin út um það skýrsla.

Annar áfangi aðalskráningar í Hrunamannahreppi var unninn sumarið 2017 og sá þriðji 2018 og liggur nú fyrir drög af skýrslum um þessa skráningaráfanga báða, án myndefnis (sjá tengil neðst í fréttinni). Heimamenn og aðrir staðkunnugir eru hvattir til að kynna sér efni skýrslunnar og senda skýrsluhöfundum athugasemdir, ábendingar eða viðbætur.

Árið 2017 voru samtals skráðar 235 fornleifar á níu lögbýlum í hreppnum; Dalbæ, Birtingarholti, Unnarholti, Unnarholtskoti, Bolafót (Bjargi), Langholti Efra, Langholtskoti, Snússu (Ásatúni) og Rafnkelshólum. Árið 2018 voru samtals skráðar 226 fornleifar á sjö jörðum: Galtafelli, Langholti syðra, Syðra-Seli, Hvítárholti, Ísabakka og Kópsvatni.

Athugasemdir skal senda á netfangið kristborg@fornleif.is . Frestur til að leggja fram athugasemdirer til 15. September næstkomandi. Í kjölfarið á honum farið yfir innsendar athugasemdir og  myndefni bætt við (teikningum, ljósmyndum og loftmyndakortum) áður en skýrslurnar verða útgefnar. Tölvutæk útgáfa af endanlegum skýrslum verða aðgengilegar almenningi, bæði á vef hreppsins og á vef Fornleifastofnunar Íslands.

Aðalskráning í Hrunamannahreppi 2017 – Bráðabirgðaskýrsla

Bráðabirgðaskýrsla – Aðalskráning í Hrunamannahreppi 2018