Forvarnarfundur 11. maí kl. 20:30

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Tilkynningar

Forvarnarfundur
í samstarfi við lögregluna í Árnessýslu


Haldinn verður fræðslufundur,  þriðjudagskvöldið 11. maí kl. 20:30 í Félagsheimili Hrunamanna.

Á fundinn koma þeir Ingvar Guðmundsson lögreglumaður, staðgengill varðstjóra og Elís Kjartansson lögrelgufulltrúi og yfirmaður rannskóknardeildar.
Málefni fundarins verða m.a.

  • Fíkniefni og áfengisneysla
  • Útivistartími
  • Notkun barna/unglinga á vélknúnum ökutækjum
  • Reiðhjólanotkun/hjálmanotkun.


Hægt er að koma fyrirspurnum til lögreglu, um hvað eina sem brennur á fólki, fyrir fundinn á netfang skólastjóra:  gudrunp@fludaskoli.is

Fundurinn er öllum opinn því erindi fundarins varða alla í samfélaginu sem koma að uppeldi barna og unglinga.

Kæru Foreldrar/forráðamenn, afar, ömmur og allir þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þessi málefni.

Sýnum ábyrgð og fjölmennum !!!!!!!!!!

Foreldrafélag og stjórnendur Flúðaskóla