Fréttatilkynning frá Markaðsstofu Suðurlands

Sigmar Sigþórsson Tilkynningar

Tilgangur sýningarinnar er að auka vitund og vitneskju almennings um Suðurland og allt það sem svæðið hefur uppá að bjóða. Markmiðið er að spegla allan fjölbreytileikann í landshlutanum, því munu um sextíu aðilar sem tengjast atvinnulífi og menningu tefla fram flestu því besta sem finna má á Suðurlandi á sýningunni.

 

Gott aðgengi er að Suðurlandi úr öðrum landshlutum og þar eru margir fjölsóttustu ferðamannastaðir á landinu. Þá gefst gestum kostur á að kynna sér náttúru svæðsins í máli og myndum en Suðurland hefur ætíð verið rómað fyrir fegurð.

Á Suðurlandssýningunni viljum við  kynna nýtt sjónarhorn á Suðurland, leiða gesti sem víðast og gefa þeim innsýn í fjölbreytta flóru nýrra afþreyingarmöguleika,  gistingar, veitingastaða, handsverkhópa og ýmiss konar framleiðslu.

Sýningin í Ráðhúsi Reykjavíkur er opin almenningi frá klukkan 11 til 16 laugardaginn 19. mars nk.