Friðarhlaup 2013

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Leggjum rækt við frið

Friðarhlaupið í öllum sveitarfélögum Íslands 20.júní -12. júlí 2013.  Trjáplöntun fyrir friðarhugsjónina.

Friðarhlaupið fer um Hrunamannahrepp laugardaginn 22. júní  

Hlaupið mun fara hér um Flúðir um kl. 16.00 og eru allir, ungir sem aldnir hvattir til að taka þátt í  hlaupinu, bæði fyrir og eftir gróðursetningur friðatrésins. 

Friðatréð mun verða gróðursett um kl. 16:15 í skrúðgarðinum á Flúðum og hvetjum við alla til að mæta og sýna góðu máli stuðning.

 

Dagana 20.júní – 12. júlí verður hlaupið Friðarhlaup um allt Ísland. Þá mun alþjóðlegur hópur hlaupara bera logandi Friðarkyndil á milli byggða til að gefa landsmönnum tækifæri á að taka þátt í viðburði sem hefur að leiðarljósi hugsjónir sátta og samlyndis. Fræðast má nánar um þetta hér Friðarhlaup og gróðursetning