Barnaskólinn að Flúðum og sundlaugarbygging

Skólahúsið Flúðir (1929) hafði algjöra sérstöðu hvað varðar staðsetningu vegna heita vatnsins

  • húsið var hitað upp með hveravatni og var reist við einn stærsta hverinn í gilinu við Hellisholtalæk
  • engar lagnir voru utanhúss en miðstöðvarketillinn settur í hverinn
  • annar hver var notaður til að elda allan mat í
  • innangengt var frá þeim hver inn í eldhús skólans
  • járnplata var sett á yfirborð hversins en á plötunni voru fjögur misstór göt og var fötum smeygt þar í og í þeim allur matur soðinn.

Um nafngiftina Flúðir
Eitthvað bar á því að fólki þótti óþjált og langt að tala um Barnaskóla Hrunamannahrepps. Heimildir herma að í umræðum kennara og nemanda um nafn á skólann hafi Sigurjón Guðnason frá Jaðri í Hrunamannahreppi stungið upp á nafninu Flúðaskóli eftir flúðum í Hellisholtalæk.

Nefnd sem skipuð var af stjórn hreppsins hélt nafnasamkeppni innan sveitarinnar og var leynileg atkvæðagreiðsla um þau nöfn sem líklegust þóttu.

Nafnið Flúðir fær flest atkvæði. Það nafn hefur síðan færst yfir á byggðarkjarnann sem þarna hefur myndast.

Nafnið Flúðir er þannig dregið af tilkomumiklum flúðum sem voru í Hellisholtalæknum í nánd við skólahúsnæðið. Þessar flúðir eru nú horfnar.

Hrunamannahreppur telur á þessum tíma 420 manns og er skólastjórinn eini kennarinn í skólanum.

Secret Lagoon/Gamla laugin

…… síða í vinnslu.

Heimasíða Secret Lagoon

Heimildir.