Fyrsta skóflustungan að nýju íbúðahverfi á Flúðum

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Í morgun var tekin fyrsta skóflustunga á nýju hverfi i Gröf. Var það oddviti Hrunamannahrepps, Halldóra Hjörleifsdóttir sem sat undir stýri á gröfunni.

Byrjað verður á Reynihlíð og Birkihlíð. Gröfutækni sér um framkvæmdir á svæðinu. Það verður gaman að sjá íbúðir rísa þarna og svæðið fyllast af lífi.