Fyrsti áfangi Byggða á Bríkum kominn af stað

evaadmin Nýjar fréttir

 

Gatnagerð  í fyrsta áfanga Byggða á Bríkum verður boðin út á allra næstu vikum eða um leið og útboðsgögn verða tilbúin eftir einróma samþykkt sveitarstjórnar í gær, fimmtudaginn 18. ágúst.

Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 25 íbúðum, tveimur 4 íbúða raðhúsum,  tveimur 3 íbúða raðhúsum, fjórum parhúsum og þremur einbýlishúsum.  Er hér um að ræða stærstu einstöku lóðaúthlutun í sveitarfélaginu í áraraðir.

Útboðið felur í sér 260m húsagötu og 120m stofnvegi að götunni.  Ennfremur 216m langri lagnaleið fráveitu og kaldavatns.  Í útboðinu verði gert ráð fyrir þeim möguleika að verkið verði stækkað með gerð næstu götu í hverfinu sem þá yrði 220m að lengd.

Um leið og framkvæmdir hefjast og framkvæmdatími liggur fyrir verður hægt að úthluta umræddum lóðum. Má búast við að það verði í desember eða í síðasta lagi í janúar. Verða lóðirnar auglýstar þegar þar að kemur.

Kostnaður við umrætt verk fellur að stærstu leyti til á árinu 2023 en sveitarstjórn ákvað að áhrifum vegna þess sem fellur til á árinu 2022 verði mætt með viðauka við fjárhagsáætlun sem gerður verður í september.

 

 

Aldís Hafsteinsdóttir
Sveitarstjóri