Fyrstu skóflustungurnar í Byggð á bríkum.

evaadmin Nýjar fréttir

Fyrstu skóflustungurnar að nýju hverfi Byggð á Bríkum voru teknar fimmtudaginn 2. febrúar 2023.

Það voru allir fulltrúar sveitarstjórnar sem munduðu skóflurnar en vegna aðstæðna hafði örlítið verið flett ofan af jarðveginum svo sveitarstjórnarmenn næðu nú að stinga niður skóflu þrátt fyrir harðfrosinn jarðveginn.

Framkvæmdir teljast nú formlega hafnar við gatnagerðina.  Annar verkfundur verksins var haldinn 2. febrúar og þar kom fram að tvær búkollur og ein beltagrafa munu verða á svæðinu strax í næstu viku og þar með munu íbúar sem og aðrir sjá þetta áður óbyggða svæði breytast smám saman í lifandi hverfi þar sem vonandi fjöldi íbúa mun búa.