Gaman á öskudaginn

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

skudagur 041

Það var mikið um að vera hjá börnunum í Hrunamannahreppi á öskudaginn. Gengið var á milli fyrirtækja og stofnana og sungið. Söngvararnir voru gjarnan verðlaunaðir með örlitlu sælgæti. Söngvarnir voru að ýmsu tagi. Gamla Bellman lagið gamli Nói var gríðarlega vinsælt og ýmsir textar voru sungnir við lagið. Þá heyrðust ættjarðarlög, Evrovitionlög – Bubbalög og jafnvel lög sem karlakórinn hefur verið að spreyta sig á með ærnum vaxta- og tónverkjum. Víst er að í hópnum eru framtíðarsöngvarar sem komast í Vörðukórinn, Uppsveitasystrakórinn, Karlakórinn svo ekki sé talað um Kirkjukórinn. Sjá myndir frá öskudeginum.

skudagur 042