Ganga niður Stóru-Laxárgljúfur

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Þann 23. Ágúst  verður hin árlega ganga niður með  Stóru-Laxárgljúfri
Ekið er inn í afrétt Hrunamanna og gengið niður með hinu stórkostlega gljúfri Stóru-Laxár en það er rómað fyrir náttúrufegurð. Endað er við Hrunakrók þar sem bílar sækja göngufólk. Ógleymanleg ganga. Gangan er hugsuð sem náttúruskoðun. Gangan er í samstarfi við Upplit menningarklasa uppsveita Árnessýslu.

A.t.h. það þarf að panta þarf í þessa ferð. – einungis 27 sæti  í boði þannig að best er að panta sem fyrst.

Kostnaður við ferðina er 5500 sem er fyrir akstri og leiðsögn.

Pantanir berist til Halldóru á netfangi fossari@simnet.is eða í síma 892-1276

Gangan tekur ca 8 klst.
Fararstjóri: Anna Ásmundsdóttir, Stóru Mástungu.