Ganga niður gljúfur Stóru-Laxár

evaadmin Nýjar fréttir

Atvinnu-, ferða- og menningarnefnd Hrunamannahrepps hefur í sumar boðið upp á fjölbreyttar og skemmtilegar gönguferðir um Hrunamannahrepp. Þetta er 21. sumarið sem boðið er upp á þessar ferðir. Ferðirnar eru alls átta.  Frítt hefur verið í allar kvöldgöngurnar en innheimt er fyrir akstur í dagsgöngunum. Leiðsögumenn í ferðunum í samvinnu við heimafólk eru þau Helgi Már Gunnarsson og Kolbrún Haraldsdóttir, Flúðum.

Núna er öllum gönguferðum sumarsins lokið nema einni en síðasta ferð sumarsins er 27. ágúst, Stóru-Laxárgljúfur ganga.  Er þetta dagsganga, u.þ.b. 18 km. Ferðin hefst við bæinn Kaldbak. Ekið er inn á afrétt Hrunamanna og gengið niður með hinu stórkostlega gljúfri Stóru-Laxár en það er rómað fyrir náttúrufegurð.  Ógleymanleg ganga og er hugsuð sem náttúruskoðun. Athugið að það þarf að panta í þessa ferð í síma 6923882/6995178.  Gera þarf ráð fyrir einhverjum kostnaði sem verður auglýstur síðar er hann fyrir akstri og leiðsögn.

Allir eru hjartanlega velkomnir.