Gengið í slóð Fjalla-Eyvindar

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

 Gangan er samstarfsverkefni Upplits og menningar- og ferðanefndar Hrunamannahrepps og hluti af gönguröð nefndarinnar á þriðjudagskvöldum í sumar. Göngurnar hafa fest sig í sessi og eru nú á dagskrá ellefta sumarið í röð.

 Lagt verður upp í gönguna frá afleggjaranum að eyðibýlinu Jötu.

Fyrir þá sem ekki þekkja til er rétt að láta leiðarlýsingu fylgja: Frá Flúðum er ekið upp hreppinn, framhjá bæjunum Bryðjuholti, Kópsvatni, Kotlaugum, Skipholti, Hvítárdal, Haukholtum og beygt inn afleggjarann að bænum Fossi. Þar er afleggjari að Jötu. Frá Flúðum að Fossi eru u.þ.b. 16 km. Allir fyrrgreindir bæir frá Bryðjuholti að Fossi eru á vinstri hönd en beygt er til hægri að Jötu og Fossi.