Gettu betur Æfingakeppni

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Föstudaginn 13. janúar verður æfingakeppni fyrir spurningarkeppni framhaldsskólana Gettu betur milli  liðs Menntaskólans á Laugarvatni og Hrunamanna.

Keppnin fer fram í Félagsheimili Hrunamanna og hefst klukkan 20.00.

Lið Hrunamanna verður skipað sveitarstjóranum sjálfum, Jóni G. Valgeirssyni, Dr. Evu Marín Hlynsdóttur og meistara Valdimar Stefáni Sævaldssyni.

Allir hjartanlega velkomnir.