Gönguferð fimmtudaginn 5. ágúst

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Næstsíðasta ganga sumarsins verður fimmtudagskvöldið 5. ágúst. kl. 20. 00

Jata- Byrgi Fjalla Eyvindar

Farin heimreiðin að Fossi og þar ekinn vegurinn að Jötu. Upphaf göngunnar er við skilti um Fjalla-Eyvind. Gengið fram Skipholtsfjall að byrgi Fjalla-Eyvindar. Þaðan er svo farin rekstrarleiðin til baka. Upphafs og endapunktur er sá sami.

Áætlaður göngutími um 2-3 klst

Fararstjóri: Halldóra Hjörleifsdóttir.