Gönguferðir í Hrunamannahreppi 2012

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

 

 

  1. 2.ferð 3. júlí. Kvöldganga kl. 20.00

Núpstún-Sólheimar

Lagt af stað frá bænum Núpstúni, gengið austur fyrir Núpstúnsfjall og Galtafell að bænum Sólheimum. Komið við hjá Huppusteini og sögð saga steinsins. Mjög falleg gönguleið. Þegar komið er að Sólheimum geta þeir sem vilja kíkt í Samansafnið á Sólheimum, aðgangseyrir að því er 500 kr.

Áætlaður göngutími er 2-3 klst.

Fararstjórar: Margrét Larsen Núpstúni og Halldóra Hjörleifsdóttir frá Fossi

 

 

 

  1. 3.ferð 10. júlí. Kvöldganga kl. 20.00

Hrepphólar – Hólahnúkar.

Lagt af stað fráHrepphólakirkju og gengið kringum Hólahnúka sem eru stórkostlegir stuðlabergshnúkar. Endað við Hrepphólakirkju. Þetta er létt og skemmtileg leið sem er mikil náttúruperla. Hér er notalegt að eiga góða kvöldstund í fallegu umhverfi.

Áætlaður göngutími er 2 klst.

Fararstjórar: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir og Þorbjörn Sigurðsson, Áshlíð.

 

 

  1. 4.ferð 17. júlí. Kvöldganga kl. 20.00

Hamarsholt- Gullfoss

Gangan hefst hjá gönguleiðaskiltinu inni á Tungufellsdal. Þangað er akfær malarvegur. Gengið hjá eyðibýlinu Hamarsholti og þaðan niður að Gullfossi. Mjög gaman er að koma að fossinum austan megin en við blasir allt annar foss.

Áætlaður göngutími er 2-3 klst.

Fararstjóri: Baldur Örn Samúelsson Bryðjuholti.

 

 

 

  1. 5.ferð 24. júlí. Kvöldganga kl. 20.00

Miðfell.

Gengið frá bænum Miðfelli upp á fellið. Af fellinu er mikið og fagurt útsýni. Sú trú er að í Miðfellsvatni, sem er uppi á fellinu, sé nykur og hver veit nema hann láti sjá sig. Gangan er frekar brött en nokkuð auðveld og hafa allir aldurshópar farið á fellið.

Áætlaður göngutími er 2-3 klst.

Fararstjóri: Áslaug Bjarnadóttir, Miðfelli.

 

 

  1. 6.ferð 31. Júlí. Kvöldganga kl. 20.00

Brúarhlöð-Haukholt-Hvítardalur um Kóngsveginn.

Lagt af stað frá Brúárhlöðum og farið um gamla Kóngsveginn sem ekki er farinn á hverjum degi. Mjög falleg leið niður með Hvítá þar sem skiptist á beljandi áin í þröngu gljúfrinu og síðan ganga um fallegan birkiskóg.  

Þægileg kvöldganga fyrir alla aldurshópa.

Áætlaður göngutími er 2-3 klst

Fararstjóri: Sigríður Jónsdóttir Fossi.

 

 

  1. 7.ferð –18. ágúst. Dagsganga

Stóru-Laxárgljúfur

Ekið er inn í afrétt og gengið niður með hinu stórkostlega gljúfri Stóru-Laxár en það er rómað fyrir náttúrufegurð. Komið við í Hrunakrók og endað á Kaldbak. Ógleymanleg ganga. Gangan er hugsuð sem náttúruskoðun. Gangan er í samstarfi við Upplit, menningarklasa uppsveita Árnessýslu. Panta þarf í þessa ferð þar sem keyra þarf göngufólk inná afrétt. Bílferðin mun kosta eitthvað og koma nánari upplýsingar um það síðar.

Nánari upplýsingar verða settar á www.sveitir.is, www.fludir.is, www.upplit.is

og Fésbókarsíðu Upplits þegar nær dregur.

Fararstjóri: Anna Ásmundsdóttir, Stóru Mástungu.