Um síðustu helgi var Íslandsmót 18 ára og yngri á Selsvellinum. Þá stóð Golfklúbbur Flúða fyrir sérstöku krakkamóti fyrir 14 ára og yngri í gær en þar voru einnig foreldrar hvattir til að vera með börnum sínum og tókust bæði mótin einstaklega vel þó ólík væru. Um helgina mun starfsmenn Nýherja efna til golfmóts. Þeir hafa með sér bíl sem er sérstakur – því hann er fullur af tölvum og tækni og birtist mynd af honum með þessari frétt.
Frá A til J í beinni útsendingu á Snússuvelli í Ásatúni
Það er einnig alltaf mikið um að vera á Snússuvelli í Ásatúni. Á laugardaginn verður bein útsending á Rás 2 á RÚV frá vellinum. Rætt verður við heimamenn og verður þátturinn léttur og skemmtilegur eins og vera ber.