Gönguferðir í Hrunamannahreppi 2018

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Ferða- og menningarnefnd Hrunamannahrepps kynnir hér gönguferðir
sumarsins 2018. Þetta er sautjánda sumarið sem boðið er upp á þessar
ferðir. Ferðirnar eru alls sjö. Allar ferðirnar verða á miðvikudagskvöldum í
sumar nema ferðirnar 30.06. og 25.08. sem eru dagsgöngur. Frítt er í allar
göngurnar en innheimt verður fyrir leiðsögn/akstur í Stóru-Laxár gönguna.
Leiðsögumenn í ferðunum í samvinnu við heimafólk verða þau Helgi Már
Gunnarsson og Kolbrún Haraldsdóttir, Flúðum. Allir eru hjartanlega
velkomnir. sjá nánara skipulag  Gönguferðir í Hrunamannahreppi 2018