Hamrar í ljósi minninganna

Sigmar Sigþórsson Tilkynningar

Fréttatilkynning

 

 

Fyrirlestur, myndasýning og sunnudagskaffi að hætti Siggu á Hömrum

Hamrar í ljósi minninganna

 

 

2. ágúst 2011

 

Hauslausu hænurnar, ljósamótorinn, kamarinn, kúadellurnar, sveitasíminn og saltfiskurinn í bæjarlæknum er á meðal þess sem ber á góma á Upplitsviðburði á Gömlu-Borg í Grímsnesi sunnudaginn 7. ágúst kl. 15. Þá segir Guðfinna Ragnarsdóttir, menntaskólakennari og blaðamaður, frá minningum sínum frá Hömrum í Grímsnesi, hjá Siggu og Jóhannesi, þ.e. Sigríði Bjarnadóttur og Jóhannesi Jónssyni sem bjuggu í austurbænum á Hömrum.

Guðfinna á ótal ómetanlegar minningar frá Hömrum frá bernsku- og unglingsárum sínum. Tengsl fjölskyldu Guðfinnu við Hamra hófust frostaveturinn mikla 1918 þegar föðurbróðir hennar, Elías Kristinn Guðmundsson, var sendur þangað til dvalar níu ára gamall og ólst þar síðan upp. Guðfinna rekur minningar sínar og sýnir síðan fjölmargar ljósmyndir frá Hömrum. Á eftir er öllum viðstöddum boðið í kaffi og meðlæti að hætti Siggu á Hömrum.

 

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Ljósmynd: Guðfinna neðan við Hamrabæinn.

 gufinna nean vi hamrabinn

 

Allar nánari upplýsingar um dagskrá Upplits er að finna á vefnum www.upplit.is og á Facebook-síðu Upplits.