Handverkssýning Laugardagshöll 28.október til 3. nóvember n.k.

Lilja Helgadóttir Tilkynningar

Ágæta handverksfólk

Ákveðið hefur verið að halda handverkssýninguna „Arctic Arts & Crafts 2010 “  í Laugardalshöll dagana 28. október til 3. nóvember n.k. Sýningin er jafnframt sölusýning.

Sýningin er haldin í samstarfi við menntamálaráðuneyti vestnorrænu landanna og verður hún  tengd þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í Reykjavík dagana 1. til 4. nóvember í haust.

Sýningin er fyrirhuguð sem gæða handverkssýning  þar sem vestnorrænu þjóðirnar eru aðalsýnendur en auk þess að kynna handverk norðurslóða.  Kynning á löndum og sjálfstjórnarsvæðum verður t.d. gerð með þjóðbúningum allra landa og svæða ásamt með vinnusýningum svo sem bátasmíði frá Færeyjum, Íslandi og Grænlandi ( kajak).

Margt handverksfólk hefur verið að nýta menningararfinn til sköpunar og framleiðslu frábærra hluta og vonumst við til að á sýningunni gefi að líta alla þá flóru handverks sem er í gerjun hér á landi um þessar mundir.

Stefnt er að farandsýningu á handverki vestnorrænu landanna árin 2011 og 2012 og verða munir valdir úr þessari sýningu af sérstakri valnefnd.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni þurfa að fylla út umsóknareyðublað á vefsíðunni www.vestnordencrafts.com og þurfa að fylgja minnst þrjár ljósmyndir af þeim hlutum sem fyrirhugað er að sýna. Umsóknarfrestur er til 22. mai 2010*. Valnefnd mun síðan fara yfir umsóknir í lok maí n.k.

Kostnaður er kr. 32.000 auk virðisaukaskatts fyrir 5 fm. sýningaraðstöðu og er þá merking og ljós innifalið. Hægt er að vera fleiri en einn um aðstöðuna.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Reyni Adólfssyni með tölvupósti reynir@vestnordencrafts.com eða í síma 896 9400.