Hátíðarhöld 17. júní

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Dagskráin hefst með skrúðgöngu kl. 13.00. Gangan leggur af stað frá félagsheimilinu þaðan sem gengið verður um Listigarðinn og nágrenni, undir trommuslætti og lúðrablæstri. Að því loknu hefjast hefðbundin hátíðarhöld í Listigarðinum, ef veður leyfir. Reynist veður ekki hagstætt munu ræðuhöld fara fram í félagsheimilinu.

Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, sóknarprestur flytur hugvekju og Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins flytur hátíðarræðu. Íþróttamaður ársins í Hrunamannahreppi verður valinn í fjórða sinn, Íslandsmeistarar Hrunamanna 2014 heiðraðir og Umhverfisverðlaunin 2015 afhent.

ü   17. júní hlaupið verður ræst af stað strax eftir hátíðardagskránna. Rásmark verður staðsett nálægt leikskólanum á Langholtsvegi.

ü   Unglingadeildin Vindur mun bjóða upp á andlitsmálningu. Blöðru- og nammisala verður á staðnum. ATH! Enginn posi er á staðnum.

ü   Hoppukastalar.

ü   Einar Mikael, töframaður og Viktoría, töfrakona skemmta gestum með spennandi sýningu í félagsheimilinu.

ü   Sundlaugarsprell. Hverjir mætast að þessu sinni?

ü   Gert er ráð fyrir að skipulagðri dagskrá ljúki um kl. 17.00.

Opið er hjá ferðaþjónustuaðilum í sveitinni þennan dag og eru hátíðargestir hvattir til að nýta sér þjónustu þeirra.

Gleðilega hátíð!

Nefndin.