Hátíðardagskrá 17. júní 2010

Lilja Helgadóttir Tilkynningar

Hátíðardagskrá í Hrunamannahreppi 17. júní 2010

 

Dagskráin hefst með skrúðgöngu sem leggur af stað frá íþróttahúsinu kl.13.30. Að henni lokinni (um kl.14.00) hefjast hefðbundin hátíðahöld í íþróttahúsinu. Séra Eiríkur Jóhannsson prestur í Hruna flytur hugvekju. Bjarney Vignisdóttir í Auðsholti flytur hátíðarræðuna. Þá verða umhverfisverðlaun Hrunamannahrepps einnig veitt. Að lokum syngur Þjóðhátíðarkórinn skipaður söngfélögum úr starfandi kórum í Uppsveitum Árnessýslu nokkur lög.

 • Sprell í anda liðinna tíma verður í sundlauginni strax að hátíðardagskrá lokinni.
 • 17. júní hlaupið þreytt strax að lokinni dagskrá í sundlaug.
 • Að loknu 17 júní hlaupinu verður Kassabílarallý á lóð skólans
 • Unglingadeildin Skúli mun bjóða upp á kassaklifur og andlitsmálningu. Einnig verða hestar teymdir undir börnum (ef veður leyfir). Blöðrusala verður á staðnum.
 • ATH! Enginn posi

 

Vinsamlegast leggið bílum á bílastæði við Félagsheimili þar sem útidagskrá fer fram við íþróttahús og skóla.

Skipulagðri dagskrá líkur um kl. 18.00

Eftirtaldir aðilar verða með opið á 17. júní

17. júní tilboð á Hótel Flúðum. Biztro í hádeginu frá kl. 11.30 til 16.00. Eingöngu með hráefni héðan úr sveitinni. Hamborgarar og steikur frá ,,Koti,, Langholtskot. grænmeti og jarðaber beint frá garðyrkjubændunum á Flúðum ásamt ýmsu öðru góðgæti. Kvöldverðartilboð, þriggjarétta 17 júní kvöldverður. Kr. 5.900.- per mann.

Verslunin Strax: 10.00-19.00

Golfskálinn Snússa Ásatúni: Kaffihlaðborð 14.00-18.00

Kaffi- Sel, Efra-Seli: Opið 8.00-21.00

Bændamarkaður Krásir og kruðerí: Opið: 15:00-18:30. Berglind Loftsdóttir verður með kynningu á Zinzino heimakaffihúsi

 

Kaffi Grund:

17 JÚNÍ   TILBOÐ, HEITT SÚKKULAÐI   EÐA  KAFFI, SÚKKULAÐIKAKA EÐA  OSTAKAKA  MEÐ RJÓMA   KR. 990.

FYRIR BÖRNIN: SVALI /  SKÚFFUKAKA  EÐA MUFFINS   KR. 450.

17. júní hlaupið – Tilhögun

Keppt verður í tveimur aldursflokkum

 • 10 ára og yngri (2000 og síðar)
 • 11 ára og eldri (1999 og fyrr)

Keppnin hefst strax að lokinni dagskrá í sundlauginni.

 • Fyrst keppir yngri flokkurinn og síðan sá eldri
 • Keppendur mæti við rásmark sem verður við íþróttahúsið

Verðlaunaafhending er strax að lokinni keppni

Kassabílarallý – Reglur

 • Aðeins má nota bíla með fjögur hjól
 • Bílar skulu knúnir með mannafli
 • Hámarksfjöldi keppenda með hverjum bíl eru þrír (einn stýrir og tveir ýta)
 • Ökumenn bílanna verða að vera með hjálm

 

Keppt er í tveimur aldursflokkum

 • 11 ára og yngri (1999 og yngri) og 12 ára og eldri (1998 og eldri)
 • Skráning í keppnina hefst strax að lokinni dagskrá í sundlauginni.
 • Kassabílarallýið hefst síðan að loknu 17. júní hlaupi

Verðlaunaafhending er strax að lokinni keppni