Haustlitir

Haustlitir – ljósmyndasamkeppni Hrunamannahrepps

 • Keppnin stendur á milli 1. september og 31. október. Myndirnar verða að vera teknar á þeim tíma. Uppruna mynda er hægt að sjá í skránum sem geyma myndirnar

 • Dómnefndin hefur nóvember til þess að komast að niðurstöðu. Úrslitin verða svo birt í desemberriti Pésans.

 • Keppandi verður að vera búsettur í Hrunamannahreppi eða vera fædd/ur og uppalin/n í Hrunamannahreppi.

 • Hver keppandi má senda þrjár mismunandi myndir í keppnina. Sú mynd keppanda sem skorar hæst gildir ef keppandi nær verðlaunasæti með fleiri en einni mynd og falla hinar þá úr verðlaunaröðinni.

 • Keppt er í einum flokki.

 • Ekkert aldurstakmark er á keppendum.

 • Mælst er til þess að keppendur taki ekki myndir á farsíma þar sem slíkar myndir búa yfirleitt ekki yfir nógu góðum gæðum fyrir stóra útprentun. Einnig er mælst til þess að nýtt séu bestu gæði sem myndavélin býr yfir.

 • Verðlaunað er fyrir fyrstu þrjú sætin. Fyrstu verðlaun eru stór útprentun á myndinni á striga sem verður til sýnis í Félagsheimili Hrunamanna í eitt ár frá verðlaunaafhendingu ásamt gjafabréfi í ljósmyndavöruverslun. Önnur og þriðju verðlaun eru útprentun á striga sem er minni en sigurmyndin sem verða einnig til sýnis í Félagsheimili Hrunamanna. Sigurvegaranir eignast svo strigaprentanirnar að þessu ári liðnu.

 • Ef andlit fólks sést á verðlaunamyndunum þarf samþykki þess fyrir birtingu myndanna í Félagsheimilinu og er mælst til þess að keppandi fái samþykki við töku myndar og láti vita að myndin fari í keppnina.

 • Sveitastjórn Hrunamannahrepps áskilur sér rétt til þess að birta myndirnar sem koma í keppnina á heimasíðu sveitarinnar, í Pésanum sem og öðru opinberu efni.

 • Atvinnu-, ferða- og menningarnefnd og sveitastjórn velur þriggja manna dómnefnd. Dómnefndin mun ekki fá að vita hver tekur hvaða mynd og keppendur fá ekki að vita hver er í dómnefnd.

 • Myndirnar á að senda á netfangið afmnefnd@fludir.is. Ef mynd er of stór fyrir póstforritið skal senda póst og benda á það svo hægt sé að koma henni inn með öðrum leiðum. Myndinni eiga að fylgja upplýsingar um það hver tók myndina.

Autumn colors – Hrunamannahreppur‘s photography contest

 • The contest will be from 1st of September till 31st of October. The photos have to be taken during that time. The photo files contain information regarding the origin.

 • The judges have November to get to a conclusion and declare a winner. The final standings and the winner will be anounced in the December issue of Pésinn.

 • Contestants need to be living in Hrunamannahreppur or have to be born or raised in Hrunamannahreppur

 • Each contestant is allowed to submit three different photos for the contest. If more than one of those photos reach the top three the best one stands and the others won‘t be eligible for prizes.

 • There will only be one class of contestants.

 • There are no age restrictions for contestants.

 • It‘s recommended that contestants don‘t use phone cameras for the contest since the image quality won‘t be sufficient for the large prints.

 • Top three photos will be awarded. First place gets it‘s photo in a large print which will displayed in Félagsheimili Hrunamanna for one year. First price also gets a gift certificate for photo equipment. Second and third place also get their photos in a smaller print which will also be displayed in Félagsheimili Hrunamanna. The contestants will receive the prints after one year for their belonging.

 • If a person or persons are visible in the photos those persons need to give permission for public display of the photos. It‘s recommended that contestant take this into consideration while taking photos

 • The governing body of Hrunamannahreppur reserves the right to use all the photos that are submited into the contest for the homepage, newsletter Pésinn and other publications.

 • The governing body and it‘s sub committee elect three persons for the jury. Contestants won‘t get to know who‘s in the jury and the jury won‘t get to know who took each photo

 • The photos can be submitted via e-mail to afmnefnd@fludir.is. If the file size exceeds the mail server please send an e-mail and let us know so we can find other ways of submitting the photo. Along with the photo should be information about who took the picture.